- Advertisement -

Er skinka samansafn afskurðar sem límdur hefur verið saman í kubb?

Niðurstaðan er að það sé í besta falli tilviljun að raunverulegt skinkukjöt sé í „skinkunni“.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Hvað er skinka? Sé flett upp í alfræðiorðabók, þá segir að skinka sé reykt svínslæri. Wikipedia segir manni svo að skinka sé líka álegg sem búið er til með því að skera sneiðar af lærinu. Flestir hafa örugglega einhvern tímann fengið sér skinku ofan á brauð. (Að undanteknum þeim sem ekki mega það trúar sinnar vegna.) Ætli þetta álegg sé niðursneiddur hluti af svíni? Eða er líklegra að það sé afskurður héðan og þaðan af svíninu, sem hefur verið safnað saman í kjötkubb sem síðan hefur verið sneiddur niður í áleggsneiðar? Um þetta eru vangaveltur fréttamanna DR, sem birtast í meðfylgjandi fréttaskýringu. Niðurstaðan er að það sé í besta falli tilviljun að raunverulegt skinkukjöt sé í „skinkunni“. Í staðinn er svínaskinka (og raunar kalkúnaskinka) bara samansafn afskurðar sem límdur hefur verið saman í kubb, vel vatnsbættan, og síðan sneitt niður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég held ég hafi ekki verið að ljóstra upp neinu leyndarmáli, enda er skinka misjafnlega lystug eftir því í hvaða gæðaflokki hún er. Ég veit hins vegar ekki hvort sett hafi verið lög um það á Íslandi að skinkuálegg þurfi ekki að vera sneitt af læri svínsins, eins og Danir hafa gert. Það er sem sagt löglegt í Danmörku að selja áleggið undir því falska yfirskini að um skinkukjöt sé að ræða. Hvernig ætli þetta sé á Íslandi?

Í lokin tvær spurningar: Er hægt að fá skinkuálegg sem inniheldur raunverulega 100% lærkjöt af svíni? Og svo hitt: Er fólki ekki bara alveg sama þó ekki sé um lærkjöt að ræða?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: