- Advertisement -

Hin ríku eru engisprettur sem éta upp uppskeruna

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ein meginkenning nýfrjálshyggjuáranna var að auður væri góður í sjálfu sér, að það væri eftirsóknarvert að fjölga milljarðamæringum. Einhver business-blöð telja slíka og skipta eftir löndum, meta lönd eftir því hversu hratt milljarðamæringum fjölgar. Hér heima réttlættu nýfrjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum auðsöfnuð fárra á grunni aðgengis að auðlindum sjávar með því að samfélagið myndi njóta þessa auðs; að auðfólkið myndi láta gott af sér leiða, væri mikilvægt samfélagslegt afl. Síðan spannst þessi trú upp úr öllu valdi; í dag umgangast fjölmiðlar og stjórnmálafólk auðfólkið sem einskonar vitringa, sá grimmi businessmaður Bill Gates vill til dæmis byggja upp ímynda af sér sem sambland af Einstein, Ghandi og móður Theresu.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Ef líf fjöldans á að dafna verðum við að losna við hin ríku.

En nú er öldin önnur. Það rennur upp fyrir æ fleirum að hin ríku eru engisprettur sem éta upp uppskeruna, eru óværa sem við verðum að losna við ef okkur á að takast að bjarga umhverfinu og samfélaginu. Auður hinna ríku færir þeim völd sem breytir hinum lýðræðislegu kerfum í skrípamynd, kerfum sem tryggja eiga að samfélagið þróist eftir væntingum og vilja fjöldans en eru í dag lítið annað en enn eitt leikfang hinna ríku. Það stefnir því að næstu áratugina verðum við jafn áköf í að losa okkur við milljarðamæringana eins og við vorum áköf í að púkka undir þá á nýfrjálshyggjuárunum.

Kapítalisminn er sjúkdómur og milljarðamæringar eru kaunin, vörturnar, graftarbólurnar sem við verðum að losna við ef við viljum eiga von um bata. Ef líf fjöldans á að dafna verðum við að losna við hin ríku.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: