- Advertisement -

Öryrkjar standa allra verst

Frumvarpið verður rætt á Alþingi í dag.

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp um hækkun elli- og örorkulífeyris. Málið er á dagskrá Alþingis í dag.

Í greinargerðinni segir:

„Ljóst er að stór hópur aldraðra og öryrkja býr við fátækt. Tæplega fjórðungur öryrkja býr við skort á efnislegum gæðum samkvæmt nýjustu rannsóknum Hagstofu Íslands og eru öryrkjar sá hópur sem verst stendur þegar þátttakendur eru greindir eftir atvinnustöðu. Frá árinu 1998 hefur kjaragliðnun öryrkja numið 59,4% samkvæmt tölum sem unnar hafa verið fyrir málefnahóp Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál.“

Og síðar segir: „Staðan er nú þannig að þúsundir lífeyrisþega ná ekki viðmiðum um lágmarkslífeyri og fá þar af leiðandi sérstaka uppbót til framfærslu.“

Lágmarksframfærslutrygging þeirra sem fá örorku- og endurhæfingarlífeyri er 247.183 kr. hjá þeim sem fá ekki greidda heimilisuppbót. Hámarkslífeyrir með öllum tengdum greiðslum er 310.800 kr. á mánuði í ár en ljóst að margir ná ekki þeirri upphæð.

  • Lagt er til að upphæðin þróist með eftirfarandi hætti:
  •     1. apríl 2019     317.000 kr. á mánuði.
  •     1. apríl 2020     341.000 kr. á mánuði.
  •     1. janúar 2021 365.000 kr. á mánuði.
  •     1. janúar 2022 390.000 kr. á mánuði.

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: