- Advertisement -

Höfum tekið gæfuríkar ákvarðanir

StjórnmálVigdís Hauksdóttir, þingkona Frramsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, skrifar í Morgunblaðið í dag, og segir. „Stjórnvöld ætla að skila hallalausum fjárlögum fyrir árið 2014.“

Hún segir hlutverk fjárlaganefndar, samkvæmt þingskaparlögum, sé að fjalla um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs auk þess að annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Og til að markmið stjórnvalda um hallalaus fjárlög náist „…þarf nefndin að sinna eftirlitshlutverki sínu af kostgæfni og festu. Um nokkra hríð hefur sex mánaða uppgjör á fjárreiðum ríkissjóðs legið fyrir. Fyrstu tveir ársfjórðungar koma ágætlega út fyrir utan nokkur undantekningatilvik.“

Ánægjulegt að sjá batann

Þá getur hún þess að fjárlaganefnd fái nú á sinn fund ráðuneyti og kalli þar eftir skýringum á framúrkeyrslu ákveðinna stofnana. „Algjör viðsnúningur hefur orðið í rekstri ríkisins frá því að ríkisstjórnin tók við eftir alþingiskosningarnar 2013. Hafa margar gæfuríkar ákvarðanir verið teknar með forgangsröðun almennings í huga. Strax og ríkisstjórnin tók við stjórnartaumunum var boðað mikið aðhald í rekstri ríkisins og markmiðið sett á hallalaus fjárlög 2014 og að skila rekstrarafgangi á árinu 2015. Margir töluðu þessa festu í ríkisfjármálum niður og töldu að verkefnið væri ógerlegt. Það er því afar ánægjulegt að sjá hvílíkan bata er að finna í rekstri ríkisins. Bæði eru skattar að skila sér betur en gert var ráð fyrir í fjárlagavinnunni fyrir líðandi ár og ekki síður eru ákveðnir gjaldstofnar að lækka vegna betri afkomu. Atvinnuleysi er á hraðri niðurleið og flestir hagvísar jákvæðir. Í venjulegu ári væri þetta ávísun á frekari ríkisútgjöld – en svo er ekki nú.“

. „Ekki er hægt að sakast við forstöðumenn stofnananna í öllum tilvikum. Hér þurfa stjórnmálin stundum að stíga inn og kallað á reglugerðarbreytingar og í sumum tilvikum lagabreytingar til þess að ná þeim markmiðum sem að birtast í fjáralögum.“
. „Ekki er hægt að sakast við forstöðumenn stofnananna í öllum tilvikum. Hér þurfa stjórnmálin stundum að stíga inn og kallað á reglugerðarbreytingar og í sumum tilvikum lagabreytingar til þess að ná þeim markmiðum sem að birtast í fjáralögum.“

Bjarni fjármálaráðherra skerst í leikinn

Vigdís hefur verið ákveðin í fjölmilðum liðna daga og gagnrýnt stjórnendur þeirra ríkisstofnana sem hafa farið fram úr fjárheimildum og jafnvel talað um að afnema beri áminngarregluna þannig að auðveldara verði að segja þeim upp störfum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sagði við fréttastofu RÚV, mikilvægt að gera greinamun á framúrkeyrslu í rekstri stofananna og umframútgjöldum sem koma til vegna réttinda fólks og ráðast einungis af því hversu margir sækja þau. Það eigi til dæmis við í tilviki Sjúkratrygginga. „Ekki er hægt að sakast við forstöðumenn stofnananna í öllum tilvikum. Hér þurfa stjórnmálin stundum að stíga inn og kallað á reglugerðarbreytingar og í sumum tilvikum lagabreytingar til þess að ná þeim markmiðum sem að birtast í fjáralögum. Þingið verður að svara því og stjórnmálin verða að svara því hvernig á að taka á þessari stöðu. Þeirri skuld er ekki allri hægt að skella á forstöðumennina.“ Sjúkratryggingar fara að óbreyttu um þrjá milljarða fram úr heimildum í fjárlögum í ár. Hvernig hyggst Bjarni bregðast við því? „Í þessu tilviki er á endanum spurningin þessi ætla menn að auka fjárframlögin og finna fyrir því svigrúm annars staðar eða þarf að forgangsraða peningunum betur? Ég er ekki með klárt svar við þeirri spurningu í þessu tilviki hér og nú.“

Engin leið er að skilja annað en að Bjarni vilji draga úr yfirlýsingum Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar varaformanns nefndarinnar, sem hafa talað á annan og til muna ákveðnari hátt um þetta sama mál.

Kyrrstaðan rofin

Skoðum niðurlag greinar Vigdísar.

„Ekki á að hvika frá því aðhaldi sem þegar hefur verið boðað af stjórnvöldum. Þetta krefst vinnu og samráðs við ráðuneytin og undirstofnanir þeirra það sem eftir er ársins og verður sú samvinna örugglega ánægjuleg því markmiðið er skýrt. Sú kyrrstaða sem ríkt hefur hér undanfarin ár hefur verið rofin á einungis fjórtán mánuðum í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Ekki einungis er verið að ná tökum á ríkisfjármálunum heldur hafa stjórnvöld veitt aukalega nú þegar tæpum 10 milljarða til heilbrigðismála, 5 milljarða í almannatryggingarkerfið og komið til móts við skuldug heimili með skuldaniðurfellingarleiðinni auk skattaafsláttar í séreignarlífeyrissjóðskerfinu til íbúðarkaupa og innágreiðslu lána. Horfum bjartsýn til framtíðar, því með aga, skýrri framtíðarsýn og forgangsröðun eru okkur sem þjóð allir vegir færir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: