- Advertisement -

Er gott að búa á Íslandi?

…þau búa í fjötrum fátæktar og það er það sem háttvirtur þingheimur virðist aldrei ætla að geta skilið.

„Það er nefnilega gott að búa á Íslandi,“ sagði formaður Framsóknar.

„Það er nefnilega gott að búa á Íslandi,“ þannig endaði Sigurður Ingi Jóhannsson ræðu sína í gærkvöldi. Víst er að ekki eru allir sammála honum.

Inga Sæland sagði til dæmis í sinni ræðu: „Það er í rauninni sama hvert litið er, menn státa af því að allt gangi svo vel og allt sé blómstrandi og allt sé svo frábært. Segið það við þá sem eiga bágt í landinu okkar í dag, segið það við þá sem eru hér að hokra og geta ekki veitt börnunum sínum það sem þau þrá mest. Segið það við þá, hættið að tala um hvað allt er frábært, bara af því að við höfum það gott núna. Ég þekki það af eigin reynslu hvernig er að lifa við það sem ríkisstjórn eftir ríkisstjórn skaffaði öryrkjum. Ég er ekki viss um að margir hér hafi staðið í þeim sporum.“

Hvað geta þessir foreldrar og þessir launþegar veitt börnum sínum?

Inga dró upp raunsanna mynd.

Hér er annað brot úr ræðu hennar:

„Hagstofan gaf út skýrslu í byrjun ágúst sem fjallaði um stöðu launafólks á markaði, á íslenskum launamarkaði. Hver er staðan? Vitið þið það? Vitið þið, kæru landsmenn, að staðan er sú að um 50% allra íslenskra launþega eru með 441.000 kr. á mánuði eða minna fyrir skatt, takið eftir. Fá útborgaðar rúmar 300.000 kr. Hvað er stór hluti af þessu fólki fjölskyldufólk með börn? Hvað geta þessir foreldrar og þessir launþegar veitt börnum sínum? Kannski það sem hæstvirtur ráðherra iðnaðar og nýsköpunar boðaði hér áðan, frelsi til þess að njóta sín sem einstaklingar, frelsi til að skara fram úr í íþróttum, frelsi til að vera þau sjálf? Nei, þau búa ekki við neitt frelsi, þau búa í fjötrum fátæktar og það er það sem háttvirtur þingheimur virðist aldrei ætla að geta skilið. Það er ekki flóknara en það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: