- Advertisement -

Ekki fórna ungu fólki á altari yfirborðs- og sýndarmennsku

Ég heyri konur aðeins biðja um jafnrétti, aldrei forréttindi.


Ragnar Önundarson skrifar:

Það má kalla „forréttindablindu“ að þiggja frama og völd sem stendur öðrum nær að fá. BB hefur tekið tvær margumræddar ungu konur fram yfir aðra reyndari þingmenn. Ég gagnrýni einkum HANN fyrir það og þær að auki með, fyrir að falla í þá freistni að þiggja framann. Ég heyri konur aðeins biðja um jafnrétti, aldrei forréttindi.

BB vill að Sjstfl. hafi ásýnd þess að „velja ungt fólk og ungar konur til ábyrgðar“ eins og það er oft orðað. Gleymum ekki því að þetta eru ekki fyrstu ungu konurnar sem flokkurinn hefur falið ábyrgð. Hann hefur á sömu umliðnum árum sniðgengið eldri konur og karla. Hvernig hefur þetta reynst ? Hver unga konan á fætur annarri hefur hrökklast frá, sumar úr embætti, sumar úr flokknum, sumar úr pólitík. Þetta sýnir að flokkurinn er á villigötum. Það skilar ekki árangri að sýnast. Ungt fólk getur átt erindi á þing, en þarf að hafa öðlast drjúga lífs- og starfsreynslu, innan eða utan þings, áður en því er falin æðsta ábyrgð.

Reynt hefur verið að halda því fram að afstaða mín sé fjandsamleg ungum konum. Hún er það ekki, þvert á móti, pólitíkin þarf að snúast um innihald en ekki ásýnd og brýnt er að byggja ungt stjórnmálafólk upp í stað þess að fara gáleysislega með það og fórna því á altari yfirborðs- og sýndarmennsku.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: