- Advertisement -

Í kompaníi við öfgamenn

Gunnar Smári skrifar:

Réttlætis- og framþróunarflokkur Erdogans er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að yfirgef samtök hefðbundinni íhaldsflokka í Evrópu, og elta Evrópuskeptískan arm Íhaldsflokksins breska inn í ný samtök flokka sem vilja ganga lengra til hægri, en kristilegri demókrataflokka meginlandsins og íhaldsflokkar Norðurlandanna.

Breski Íhaldsflokkurinn er nú undir stjórn hinna hörðu Evrópuandstæðinga, sem stýrðu þessari þróun. Þeir vilja senda þingið heim til að auka völd forsætisráðherrans, slíta tengsl við Mannréttindadómstól Evrópu, svo sá dómstóll geti ekki varið mannréttindi breskra borgara og þróa stjórnmálin í átt að valdboði hins sterka stjórnmálamanns (ekki fleirtala, það er ekki markmiðið).

Ef Guðlaugur hefði ekki fengið frítt spil frá VG og Framsókn til að tengja Íslendinga alla við helstefnu öfgaklerkanna í Washington.

Annar systurflokkur Sjálfstæðisflokksins á þessari leið er Lög og réttur í Póllandi, sem (eins og Sjálfstæðisflokkurinn) vill beygja dómstólanna undir sinn vilja og skerða réttindi minnihlutahópa, er andstæðingur fulls réttar kvenna til þungunarrofs (eins og meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins).

Helsti hugmyndasmiður að þessari hægri beygju Sjálfstæðisflokksins með þessum ferðafélögum er Guðlaugur Þór Þórðarson, sem virðist hafa sem utanríkisráðherra sent þau skilaboð til ríkisstjórnar Trumps að Íslendingar séu tilbúnir að verða verkfæri Trump í nýju vopnakapphlaupi á norðurslóðum og mis köldu stríði hans um víða veröld. Af orðum og æði Mike Pompeo og Mike Pence hér á landi er augljóst að þeir telja sig vera að ávarpa innvígða og innmúraða klíkubræður á leið sinni til heimsyfirráða. Og eins og með vini Guðlaugs í Evrópu þá eru vinir hans vestanhafs ekki með ráðagerðir um að byggja upp réttlátan heim þar sem rödd allra geta heyrst. Nei, vestan hafs og austan er Guðlaugur í kompaníi við þeim öflum sem almenningi stendur mest ógn af í dag; fámennum klíkum öfgamanna sem náð hafa undir sig feysknum stofnunum lýðræðiskerfis eftirstríðsáranna og ætla að nota þær til að mola það niður sem nýfrjálshyggjunni tókst ekki að brjóta; að fullkomna sigur hinna ríku í stéttastríðinu svo fjöldinn nái aldrei aftur vopnum sínum.

Þetta væri svo sem í lagi ef Guðlaugur hefði ekki fyrst fengið frítt spil hjá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum til að tengja þann gamla flokk við þessa ömurlegu lest. Og ef Guðlaugur hefði ekki fengið frítt spil frá VG og Framsókn til að tengja Íslendinga alla við helstefnu öfgaklerkanna í Washington.





Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: