- Advertisement -

Má kalla þetta nýtt hernám?

Haukur Arnþórsson skrifar:

Það verður mjög fróðlegt að komast að því hvaða erindi Pence átti raunverulega hingað til lands. Sú gríðarlega uppbygging með nýtísku kjarnorkuvopnaflugvélum sem á sér stað á Keflavíkurflugvelli er augljóslega ekki til að „vernda“ siglingaleiðir, heldur þáttur í vopnakapphlaupi.

Talið er að um 1.000 hermenn verði á vegum bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og mikill nútímalegur flugfloti, enda er uppbygging flugskýla nú í gangi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í rauninni snúist þetta allt um stöðutöku á norðlægum slóðum.

Það má minna á að enda þótt samkomulag sé um að ekki séu hér kjarnorkuvopn – gefur bandaríkjastjórn aldrei upp hvar hún geymir kjarnorkuvopn. En líkur eru á að uppbyggingin á Keflavík tengist stöðutöku gagnvart rússneskum kjarnorkuvopnum. Í rauninni snúist þetta allt um stöðutöku á norðlægum slóðum.

Má kalla þetta nýtt hernám?

Ég bíð frekari frétta af raunverulegu erindi Pence – sennilega hefur það bara verið að fá samþykki íslenskra stjórnmálamanna og minna þá á að þetta er allt í takt við varnarsamninginn og skyldur okkar í NATO. Þeir hafa bundnar hendur.

Munum svo hvaða stórveldi eru hættuleg: Rússland, Kína og síðast en ekki síst Bandaríkin. Ég gleymdi engum – enda er ESB hvorki með umtalsverðan herstyrk eða útþenslustefnu.

Án þess að ég ræði það frekar – en bendi á það til umhugsunar – þá segja smáríkjafræðin að smáríki fái ekki að vera í friði nema að þau standi í skjóli frá einhverjum sterkum aðila. ESB er að mínu viti eðlilegur bandamaður okkar, en við höfum verið í skjóli BNA frá lýðveldisstofnun. Viljum við vera það áfram?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: