- Advertisement -

Viðbrögð sveitarfélaga er forkastanleg

Forherðingin er algjör: Á samningafundi í morgun komu þessi skilaboð: Algjör samstaða í baklandinu; félagsmenn Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögunum fá innágreiðsluna alls ekki; enginn 105.000 kall handa láglaunafólkinu, endalaus ofurlaun handa hálaunafólkinu.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir þessi viðbrögð SÍS forkastanleg, sérstaklega í ljósi umræðu um ofurlaun bæjarstjóra og annara sveitarstjórnenda sem réttlæta laun sín með vísun í mikla ábyrgð og þess tíma sem fer í að sinna starfsskyldum.

„Í ljósi hugtaka eins og ábyrgðar og vinnusemi er áhugavert að velta fyrir sér annars vegar því ábyrgðarleysi sem fólkið innan vébanda Sambands íslenskra sveitarfélaga leyfði sér nú í sumar þegar það tók ákvörðun um að greiða ekki 105.000 kr. innágreiðslu til félagsmanna Eflingar og annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins vegna komandi kjarasamninga, ætlaða til þess að létta láglaunafólki biðina eftir þeim launahækkunum sem þegar hefur samist um á almenna markaðnum, og hins vegar ábyrgðina sem láglaunastéttir sveitarfélaganna axla á hverjum einasta degi í störfum sínum. Ábyrgð sem á endanum er svo lítils metin að fólkið með völdin gefur ekkert fyrir hana, þrátt fyrir að þau viti auðvitað að án allra þessara vinnandi handa væru engin sveitarfélög til að stjórna, engin ofurlaun til að skammta sjálfum sér.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: