- Advertisement -

Til hvers er ríkisfréttastofan, RÚV?

Vart er til verri „eigandi“ að fjölmiðli en Alþingi Íslendinga.

Þorsteinn Sæmundsson.

„Mjög hef­ur skort á þátt­töku fjöl­miðla í að kynna orkupakka­málið með skipu­lögðum hætti þó ekki megi setja alla und­ir sama ljós,“ skrifar Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki og birtir í Mogganum. Svo fellur bomban:

„Einkum hef­ur rík­is­frétta­stof­an brugðist hlut­verki sínu. Það er m.a. eft­ir­tekt­ar­vert að fyrsta um­fjöll­un rík­is­frétta­stof­unn­ar um fjölda­sam­tök­in Ork­una okk­ar sem andæft hef­ur OP3 miss­er­um sam­an fór í loftið fyr­ir viku. Ein um­fjöll­un að sjálf­sögðu, síðan ekki sög­una meir. Það er í sjálfu sér at­hug­un­ar­efni að RUV bregðist þannig lýðræðis­legri og lög­mæltri skyldu sinni. Önnur spurn­ing er til hvers við rek­um slík­an fjöl­miðil fyr­ir al­manna­fé ef hann efn­ir ekki lög­mælt­ar skyld­ur sín­ar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Vigdís Hauksdóttir.

Þorsteinn er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn sem nánast hótar fréttastofu RÚV. Vart er til verri „eigandi“ að fjölmiðli en Alþingi Íslendinga. Starfsfólkið býr jafnvel við að atvinna þess kann að vera í hættu.

Þekktast er þegar Vigdís Hauksdóttir, þá formaður fjárlaganefndar, sagði fyrri sex árum:

„Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“

Skýrar verður ekki talað. Vissulega hefur Vigdís ekki sömu völd og sömu áhrif og fyrir sex árum. En alltaf kemur maður í manns stað. Þorsteinn Sæmundsson er vissulega í stjórnarandstöðu. Það getur breyst hvenær sem er.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: