- Advertisement -

Spurði rangan ráðherra

Guðjón Brjánsson Samfylkingu lagði mjög þarfar spurningar fyrir Sigurð Inga Jóhannsson. Sá gat engu svarað en benti pent á að réttara hefði verið að leggja spurningarnar fyrir Ásmund Einar Daðasaon félagsmálaráðherra.

Vonandi gerir Guðjón það því spurningarnar eru fínar. Ráðuneyti Sigurðar Inga reyndi að svara en í þeirri viðleitni virðist koma fram að ólíklegt er að nokkur viti hvernig farið hefur verið með skuldugt fólk.

Spurningar Guðjóns voru þessar:

     1.      Hvaða sveitarfélög hafa ekki fylgt þeim niðurstöðum dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 159/2017 að óheimilt sé að reikna dráttarvexti á kröfur þann tíma sem skuldara hefur verið skylt að fresta greiðslum samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010
     2.      Telur ráðherra koma til greina að knýja á um að sveitarfélög fylgi niðurstöðum hins fyrrnefnda dóms með því að fella niður eða endurgreiða dráttarvexti af kröfum á hendur einstaklingum sem hafa sótt um greiðsluaðlögun? Ef svo er, hvernig? 
     3.      Hvaða úrræði hafa almennir borgarar til að leita réttar síns þegar sveitarfélög hafa krafið þá um greiðslur gjalda eða vaxta af þeim í andstöðu við lög?
 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svar Sigurðar Inga er svona:

„Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um hvort og þá hvaða sveitarfélög hafa ekki fylgt niðurstöðum dóms Hæstaréttar í tilvitnuðu máli. Leitað var til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem reyndist ekki heldur búa yfir slíkum upplýsingum. 
Um framkvæmd greiðsluaðlögunar einstaklinga fer eftir lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010, en þau eru á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra. Þá skal embætti umboðsmanns skuldara, sem heyrir undir félags- og barnamálaráðherra, gæta hagsmuna og réttinda skuldara svo sem nánar er kveðið á um í lögum. Framkvæmd greiðsluaðlögunar einstaklinga fellur því utan málefnasviðs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og stofnana sem undir hann heyra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: