- Advertisement -

Alþingi stöðvaði Flokk fólksins

Ljóst er að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur gjör­sam­lega snúið blaðinu.

„Við mun­um greiða at­kvæði gegn þriðja orkupakk­an­um en vilj­um að sjálf­sögðu leggja málið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, enda ligg­ur nú þegar fyr­ir í þing­inu frá því í vor, til­laga Flokks fólks­ins þess efn­is. Komið var í veg fyr­ir að við fengj­um að mæla fyr­ir henni. Þegar á reyn­ir þá þorir þingið ekki að spyrja sína eig­in þjóð.“

Þetta skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í Moggagrein í dag. Þar hnýtir hún í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í Moggagrein í dag. Hún rifjar þar upp fyrirspurn í þinginu frá Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar.

„Bjarni Bene­dikts­son brást kná­lega við fyr­ir­spurn þing­manns Viðreisn­ar. Hann lét einkum í seinna andsvari sínu falla orð sem oft hafa rifjast upp í huga mér síðan. Meðal ann­ars þá spurði Bjarni: Hvað höf­um [við] með það að gera að vera að ræða við önn­ur ríki Evr­ópu­sam­bands­ins raf­orku­mál af eyj­unni Íslandi? Síðar sagði Bjarni svo: Hvað í ósköp­un­um ligg­ur mönn­um á að kom­ast und­ir sam­eig­in­lega raf­orku­stofn­un Evr­ópu á okk­ar ein­angraða landi með okk­ar eigið raf­orku­kerfi? Hvers vegna í ósköp­un­um hafa menn áhuga á því að kom­ast und­ir boðvald þess­ara stofn­ana? Og enn bætti Bjarni við: Mér finnst vera svo mikið grund­vall­ar­atriði að við skil­grein­um hvað séu innri­markaðsmál sem við vilj­um sinna sér­stak­lega und­ir EES-samn­ingn­um og hvað séu mál sem tengj­ast ekki beint innri markaðnum. Hérna erum við með krist­al­tært dæmi um það, raf­orku­mál Íslands eru ekki innri­markaðsmál,“ skrifar Inga Sæland.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við höf­um ávallt staðið föst í ístaðinu gegn orkupakka þrjú og gegn frek­ara full­veldisafsali ís­lenska lýðveldisins.

Fyrirsögn greinar Ingu er: „Formaður á flótta“.

„Alþingi mun koma sam­an 28. ág­úst nk. til loka­af­greiðslu þing­mála er snúa að þriðja orkupakk­an­um. Ljóst er að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur gjör­sam­lega snúið blaðinu við og ætl­ar nú að samþykkja auk­in yf­ir­ráð boðvalds­ins í Brussel yfir orkuauðlindum okk­ar. Þrátt fyr­ir harða gagn­rýni og mikla ólgu inn­an grasrót­ar flokks­ins gegn þriðja orkupakk­an­um, kýs for­yst­an að keyra Pakk­ann í gegn­um þingið í bullandi ágrein­ingi, ekki ein­ung­is inn­an eig­in raða held­ur og gegn meiri­hluta þjóðar­inn­ar,“ bætir Inga við.

„Við í Flokki fólks­ins virðum gerða samn­inga, bæði inn­an þings og við fólkið sem kaus okk­ur. Við höf­um ávallt staðið föst í ístaðinu gegn orkupakka þrjú og gegn frek­ara full­veldisafsali ís­lenska lýðveldisins. Full­veldið er okk­ar fjör­egg. Við mun­um greiða at­kvæði gegn þriðja orkupakk­an­um en vilj­um að sjálf­sögðu leggja málið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, enda ligg­ur nú þegar fyr­ir í þing­inu frá því í vor, til­laga Flokks fólks­ins þess efn­is. Komið var í veg fyr­ir að við fengj­um að mæla fyr­ir henni. Þegar á reyn­ir þá þorir þingið ekki að spyrja sína eig­in þjóð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: