- Advertisement -

Hanna Birna fengið morðhótanir

Samfélag Hanna Birna Kristjánsdóttir, sagði í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, að sér hafi verið hótað lífláti.

Hefur þú fengið alvarlega morðhótanir?

„Já.“

Sem þú hefur tekið mark á?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Já.“

Hefur þú þurft að auka gæslu um þig?

„Já.“

Eru með lífvörð?

„Nei.“

Hanna Birna sagði að mál tengd innflytjendum séu skilgreind með ákveðnum hætti, og það sé ekki bara hér á landi.

„Mér var hótað lífláti, ég var þá að skreyta jólatréð með börunum mínum og þetta tekur fólk alvarlega. Þetta er mál sem er rætt er við börnin, við fjölskylduna og það þarf að viðhafa ákveðnar verklagsreglur vegna þess.“

Þegar Hanna Birna var spurð hvort þetta hafi orðið til þess hvort hún eigi að halda áfram í stjórnmálum, sagði hún: „Þegar setið er heima á kvöldin og fjölskyldan ræðir hvort eða hvernig börnin eigi að opna útidyrahurðina og hvort eða hvernig við eigum að ferðast milli staða, út af svona máli, velti ég fyrir mér hvað ég er að leggja á þá sem mér þykir vænst um.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: