- Advertisement -

Segir Viðskiptaráði til syndanna

Ætlar Viðskiptaráð að hætta slíkum birtingum? Auðvitað ekki.

Hallgrímur Óskarsson las grein Konráðs Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, og gerði eftirfarandi athugasemdir, jafnvel má segja leiðréttingar. Mynd af grein Konráðs er neðst í þessari færslu.

Hér ritar hagfræðingur Viðskiptaráðs. Skilaboð hans eru að við Íslendingar eigum ekki að vera áhyggjufullir þó að Ísland sé, ár eftir ár, í efsta sæti yfir lönd með hæsta verðlag í Evrópu. Skilaboðin eru: Verið róleg, það er ekkert að marka þetta.

(1) Það er undarlegt að hagfræðingurinn kalli niðurstöðu „úrelta“ af því að Hagstofan notar tölur frá 2018. Það teljast mjög nýjar tölur í þjóðhagslegum samanburði, oft er verið að nota tölur sem eru tveggja og þriggja ára gamlar því það tekur tíma að ná gögnum allra landa saman. Þetta vita allir hagfræðingar. Að auki birtist þessi sama niðurstaða einnig árið áður og árið þar áður o.s.frv.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…jú Ísland er með hæsta verðlag á Evrópu…

(2) Í öðru lagi vill hagfræðingurinn ekki trúa því að verðlag á Íslandi sé hátt af því verðlagsmælingar Hagstofu segi ekki alla söguna. Nú ætti hagfræðingurinn einnig að vita það að samanburður á þjóðhagsstærðum sem þessum segir aldrei alla söguna, hagtölur gefa yfirleitt aðeins vísbendingu. Viðskiptaráð birtir margar hagtölur þar sem engin segir alla söguna. Ætlar Viðskiptaráð að hætta slíkum birtingum? Auðvitað ekki.

(3) Í þriðja lagi nefnir hagfræðingurinn að það sé svosem í lagi að vera ofarlega á lista yfir verðlag af því að þar séu Noregur og Sviss líka og þar sé nú gott að búa! Að skoða verði fleiri þætti, eins og kaupmátt, og laun. Óbeint er því Konráð að segja, jú Ísland er með hæsta verðlag á Evrópu en Íslendingar eiga ekki vera óánægðir af því að þeir hafa svo há laun að þeir hafa efni á þessu háa verðlagi, eins og Norðmenn og Svisslendingar. En svo vantar í greinina eitthvað því til stuðnings. Skoðum hvort þetta standist:

  • * Tekjur heimilis eru 32% hærri í Noregi en á Íslandi
  • * Tekjur heimilis eru 24% hærri í Sviss en á Íslandi
  • * Ráðstöfunartekjur eru 33% hærri í Noregi en á Íslandi
  • * Ráðstöfunartekjur eru 16% hærri í Sviss en á Íslandi
  • * Húsnæðiskostnaður er miklu hærra hlutfall af launum á Íslandi
  • * Og vill einhver bera saman vexti á Íslandi og annarsstaðar?

– – – – –

NIÐURSTAÐA: Mælingar Hagstofu um verðlag er góð vísbending um að verðlag er mjög hátt á Íslandi m.v. önnur lönd þó að tillit sé tekið til annarra hagfræðiþátta eins og ráðstöfunartekna, tekna heimilis, húsnæðiskostnaðar, vaxta- og fjármagnskostnaðar og fleiri þátta. Ísland er mjög dýrt land og tilraunir Viðskiptaráðs í þessari grein til að segja Íslendingum að svo sé ekki reynast byggðar á afar haldlitlum rökum.



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: