- Advertisement -

Stóriðja í stað einkaneyslu

Ásgeir Jónsson árið 2006.

Verðandi Seðlabankastjóri var áður áhrifamikill innanbúðarmaður í Kaupþingi. Þegar erlend greiningarfyrirtæki sögðust finna óþef af íslenskum bönkunum snemma árs 2006 sagði Ásgeir Jónsson:

„Ég held nú í sjálfu sér að þessi skýrsla muni ekki hafa nein sérstök langtímaáhrif, ekki ein og sér. Það kannski vekur meiri áhyggjur er það, þessi þróun sem virðist vera á því hvernig erlendir aðilar eru að fjalla um íslenska hagkerfið og sem sagt íslensku bankana, að það eiginlega virðist vera að að það sé farin að vera ansi mikil þróun í átt til neikvæðni. Kannski er það líka að einhverju leyti eðlilegt vegna þess að hagsveiflan er að fara að ganga niður, það er svona hagkerfið hefur að einhverju leyti ofhitnað, það er nokkuð ljóst, við erum með, verðbólga hefur hækkað o.s.frv. Og þetta kemur útlendingunum dálítið spánskt fyrir sjónir.“

Seinna á því sama ári kom í ljós að við hefðum sett heimsmet í viðskiptahalla. Meðal þeirra sem var kallaður til var Ásgeir Jónsson. Í fréttum Stöðvar 2 sagði Ásgeir. „Það er ákveðin hætta á því að hagkerfið nái í raun ekkert að lenda núna, áður en það fer af stað aftur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og hann sagði einnig: „Einkaneysla á Íslandi er mjög sveiflukennd, hefur verið það á síðustu árum. Þannig að ef við til dæmis myndum sjá mjög hraða lækkun einkaneyslu á næsta ári. Það gæti skapað rými fyrir, fyrir eins og nýjar stóriðjuframkvæmdir. En ef að það gerist ekki að þá getur náttúrulega brugðið til beggja vona með það.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: