- Advertisement -

Stjórnvöld hleypa launafólki ekki að

Stéttarfélög áætla að um 70% af þeirra tíma og orku fari í að berjast fyrir réttindum fólks í ferðaþjónustu.

Stéttarfélög áætla að um 70% af þeirra tíma og orku fari í að berjast fyrir réttindum fólks í ferðaþjónustu.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, gerir athugasemdir við starf að mótun stefnu í ferðaþjónustu. Aldrei hefur verið rætt við launafólk þar eða það spurt álits.

„Það kom verulega á óvart að stjórnvöld séu að móta stefnu í ferðaþjónustu til ársins 2030 án þess að fulltrúum vinnandi fólks hafi verið boðið að borðinu. Stéttarfélög um allt land hafa hamast við að verja réttindi fólks einmitt í ferðaþjónustunni og þar er ekki allt fallegt sem við sjáum. Reyndar er ferðaþjónustan í dag mjög frek á starfsfólk og laununum er haldið niðri svo ekki sé talað um öll réttindabrotin í greininni.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Að móta stefnu í greininni án þess að eyða einni setningu í aðbúnað, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinnuna er einhvers konar met í afneitun.

Stéttarfélög áætla að um 70% af þeirra tíma og orku fari í að berjast fyrir réttindum fólks í ferðaþjónustu en hlutfall félagsmanna í greininni er umtalsvert lægra. Að móta stefnu í greininni án þess að eyða einni setningu í aðbúnað, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinnuna er einhvers konar met í afneitun.

Sama má segja um umræðuna um að afnema sérleyfin í leigubílaakstri. Flestar borgir þar sem til dæmis Uber hefur fest sig í sessi eru í tómum vandræðum einmitt vegna félagslegra undirboða og yfirvöld reyna af fremsta mætti að vinda ofan af þessari þróun. Þau sem keyra bílana eru langt fyrir neðan lágmarkslaun og arðurinn fer til fyrirtækja sem skráð eru í öðrum löndum. Að ræða breytingar á leigubílaakstri, þó ekki sé verið að leyfa Uber sérstaklega, án þess að taka tillit til vinnandi fólks í greininni er einfaldlega ekki í boði. Það ríður enginn feitum hesti frá leigubílaakstri í dag og lækkun verðs á leigubílum þýðir launalækkun fyrir þá sem aka.

Þetta er eitt skýrasta dæmi um deilihagkerfið og hvernig það getur snúist gegn vinnandi fólki þar sem einstaklingar eru í samkeppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðningarsambandi með þeim réttindum sem fylgir. Förum varlega í sakirnar og við krefjumst þess að sjálfsögðu að allar stefnumótanir til framtíðar séu ekki síst unnar út frá hagsmunum vinnandi fólks.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: