- Advertisement -

Viðhorfin í Framsókn þvers og kruss

Viðhorf Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kann að koma á óvart. Flestum að óvörum kom hann fram með þingsályktunartillögu um að Ísland skyldi slíta samningaviðræðum við Evrópusambandið.

Enn og aftur kemur hann á óvart. Nú með því að skipa tvo nýja sendiherra, fyrrverandi stjórnmálamanninn og núverandi stjórnmálamanninn Árna Þór Sigurðsson. Gunnar Bragi kom á óvart vegna þes að ekki nokkur maður hafði minnsta grun um að það væri skortur á sendiherrum. Þess hafði hvergi verið getið. Og eins hitt, hvernig hann kaus að svara spurningu Fréttatímans um kynjamuninn í sendiherrahópnum. „Það er hárrétt, að þetta lítur ekki vel út.“ Og svo þessi hluti viðtalsins sem hefur kallað á nokkuð mikil viðbrögð: „Þetta hljómar ef til vill einsog klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólharhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum,“ sagði Gunnr Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, í svari við Fréttatímann, þar sem helst var rætt um að af 35 sendiherrum eru aðeins sjö konur.

Almennt voru það tillögur hagræðingarhópsins að það ætti að skera meira niður innan utanríkisþjónustunnar."
Almennt voru það tillögur hagræðingarhópsins að það ætti að skera meira niður innan utanríkisþjónustunnar.“

Ásmundur Einar Daðason

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nóg af Gunnar Braga, en bara að sinni. Fyrir nokkrum mánuðum skipaði ríkisstjórnin hagræðingarhóp, sem í sátu þingmenn stjórnarflokkanna. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, það er sama kjördæmi og utanríkisráðherrann, var ekki par hrifinn af fjölgun sendiherra.

„Almennt voru það tillögur hagræðingarhópsins að það ætti að skera meira niður innan utanríkisþjónustunnar. Og ég hef verið og er þeirrar skoðunar, bæði í vinnunni í fjárlaganefnd og hagræðingarhópnum, að það sé svigrúm til aukins niðurskurðar og hagræðingar innan utanríkisþjónustunnar. Og það þarf að taka betur á hvað það snertir,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar, um skipan tveggja nýrra sendiherra.

Þingflokkur Framsóknarflokksins hafði ekkert fengið að vita af sendiherraútleik utanríkisráðherrans: „Nei, þetta hefur ekki verið rætt en ég geri ráð fyrir að þetta verði rætt á þingflokksfundi næst þegar hann verður boðaður nú í ágúst,“ sagði Ásmundur Einar Daðason  í samtali við fréttastofu RÚV.

: „- tek undir með formanni hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar...“
: „- tek undir með formanni hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar…“

Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir er ekki bara þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, nei hún er einnig í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og að auki er hún formaður fjárlaganefndar Alþingis, þeirrar nefndar sem kannski hefur mest áhrif allra þingnefnda. Vigdís hafði greinilega fylgst með þeim félögum og samflokksmönnum sínum, Gunnar Braga og Ásmundi Einari.

Vigdís skrifaði á Facebooksíðu sína af því tilefni: „- tek undir með formanni hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar…“ Mér er sagt að Vigdís sé skörungur til verka, bæði í fjárlaganefndinni og í hagræðingarhópnum. Þarna sá hún ástæðu til að berja í brestina og gerði það.

„Ráðuneytið kveðst hafa unnið að útfærslu tillagnanna og nefnir það sérstaklega að það hafi uppskorið hrós frá Vigdísi Hauksdóttur sem á sæti í hagræðingarhópnum og er einnig formaður fjárlaganefndar Alþingis.“
„Ráðuneytið kveðst hafa unnið að útfærslu tillagnanna og nefnir það sérstaklega að það hafi uppskorið hrós frá Vigdísi Hauksdóttur sem á sæti í hagræðingarhópnum og er einnig formaður fjárlaganefndar Alþingis.“

Gunnar Bragi Sveinsson

Þá fær Gunnar Bragi Sveinsson kastljósið á ný. Hér þótti honum nóg komið. Ráðuneyti hans sendi frá sér tilkynningu þar sem segir til dæmis: „Ráðuneytið kveðst hafa unnið að útfærslu tillagnanna og nefnir það sérstaklega að það hafi uppskorið hrós frá Vigdísi Hauksdóttur sem á sæti í hagræðingarhópnum og er einnig formaður fjárlaganefndar Alþingis.“

Í yfirliti sem ráðuneytið sendi með yfirlýsingunni kemur fram að fjöldi ráðuneytisstjóra og sendiherra í ráðuneytinu verði 39 á þessu ári. Inni í þeirri tölu eru bæði Geir og Árni Þór auk annars sem lætur af störfum um áramótin og þá eru þrír af núverandi sendiherrum í leyfi.

Ráðuneytisstjórar og sendiherrar hafa ekki verið fleiri frá árinu 2008 þegar þeir voru fjörutíu.

Þarna greinir félaga á. Ásmundur Einar og Vigdís eru alls ekki sátt við nýjustu embættisfærslu Gunnars Braga sem eru ósáttur með þau, einkum með Vigdísi sem einhvern tíma sá ástæðu til að hrósa Gunnar Braga fyrir eitthvað sem hagræðingarhópurinn lagði til og ráðuneyti tók til sín.

Allt er þetta ágætlega skemmtilegt. En alvara er sú, að þarna er farið með eitthvað sem er ekki leikföng stjórnmálamanna. Heldur það sem þeir treyst fyrir, tímabundið.

Sigurjón Magnús Egilsson.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: