- Advertisement -

Sakar Davíð um yfirstéttarhroka

Davíð fær það óþvegið frá Unu Margréti í Mogganumn í dag.

Hin fína útvarpskona, Una Margrét Jónsdóttir, hnaut um um hugsunarhátt Davíðs Oddssonar í leiðara sem hann skrifaði. Una skrifar eftirtektarverð grein í Moggann í dag:

„Seinni hluti for­ystu­grein­ar Morg­un­blaðsins 17. júlí sl. hef­ur yf­ir­skrift­ina „Minni sóðaskap­ur“. Þar seg­ir rit­stjóri að sam­kvæmt frétt­um hafi um­gengni er­lendra ferðamanna hér á landi batnað. „Ekki veitti af,“ seg­ir hann. „Frá­sagn­ir í fyrra af sóðaskap af því tagi sem telja hefði mátt óhugs­andi voru tíðar en minna mun um slíkt í ár.“ Og svo kem­ur rit­stjóri Morg­un­blaðsins með sína skýr­ingu á því að um­gengn­in skuli hafa batnað. Hún er svohljóðandi:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er auðvitað óhugs­andi að rík­ir ferðamenn gangi illa um landið, slíkt ger­ir bara lág­launa­fólk!

„Að ein­hverju leyti kann þessi þróun að stafa af fækk­un ferðamanna og einnig af ann­arri sam­setn­ingu þeirra. Á það hef­ur löng­um verið bent að æski­legra sé að fá hingað færri og að jafnaði betri ferðamenn en fleiri og að jafnaði verri. Ekki er ólík­legt að þróun ferðamanna á milli ára hafi verið í þeim anda eft­ir því sem landið höfðar til­tölu­lega meira til bet­ur borg­andi ferðamanna.“

Þá vit­um við það. Betri um­gengni staf­ar af því að nú höfðar landið meira til „bet­ur borg­andi ferðamanna“. Það er auðvitað óhugs­andi að rík­ir ferðamenn gangi illa um landið, slíkt ger­ir bara lág­launa­fólk! Ekki get­ur rit­stjóri Morg­un­blaðsins þess úr hvaða vís­inda­legu rann­sókn­um hann hafi þessa speki, en sjald­an hef­ur fyr­ir­litn­ing öfga­hægrimanna á efna­litlu fólki komið fram á grímu­laus­ari hátt en í þess­um orðum. Þetta er þess hátt­ar yf­ir­stétt­ar­hroki sem al­geng­ur var á 19. öld og fyrri hluta 20. ald­ar, en und­ar­legt er að sjá slíkt á prenti í ís­lensku blaði árið 2019. Það er hins veg­ar dá­lítið kald­hæðnis­legt að fyrri hluti for­ystu­grein­ar sama dags (sem fjall­ar um allt annað mál) hef­ur yf­ir­skrift­ina „Sýna sitt rétta eðli“. Í for­ystu­grein Morg­un­blaðsins 17. júlí 2019 sýna þeir sem þykj­ast aðhyll­ast kjör­orðið „Stétt með stétt“ sitt rétta eðli – og sitt raun­veru­lega viðhorf gagn­vart þeim sem ekki skipa stétt auðmanna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: