- Advertisement -

Markleysan í stjórnarráðinu

„Þar bera menn stórfé á bændur til að eignast heilu dalina, firði og vatnsréttarsvæði.“

Ögmundur Jónasson.
+Ljósmynd: Hringbraut.

„Í ljósi alls þessa er ástæða til að spyrja hvort fyrir hendi sé raunverulegur vilji í ríkisstjórn og á þingi til að reisa skorður við því að eignarhald á landi og auðlindum, vatni og raforku, færist á fáar hendur og þá einnig út úr landinu.“

Þannig skrifar Ögmundur Jónasson í Mogga morgundagsins. Í Mogga dagsins í dag er fín samantekt um þetta mál, landakaup erlendra auðmanna. Mogginn rifjar upp nýliðna fortíð um orð og athafnir íslenskra ráðamanna. Skoðum.

Bjarni Benediktsson.

„Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem þá var í stjórnarandstöðu, setti stórt spurningarmerki við slík jarðakaup á facebooksíðu sinni í september 2011 þar sem hann sagði meðal annars: „Það er bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að greiða fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi. Vilji menn reisa hótel og fara í ferðaþjónustu ber að fagna því. En er það sjálfsagt og eðlilegt að menn geti keypt stórar jarðir og jafnvel hundruð ferkílómetra lands? Það finnst mér ekki.““

Og meira af Bjarna:

„Bjarni Benediktsson tjáði sig aftur um málið í lok ágúst 2017. Þá sem forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Þar sagði hann meðal annars: „Það eru mörg hundruð milljónir manna sem geta komið til Íslands og sóst eftir því að kaupa fasteignir, jarðir og lönd án þess að það þurfi sérstakar undanþágur á grundvelli reglna EES-samstarfsins.“ Benti Bjarni ennfremur á að slík jarðakaup hefðu átt sér stað í auknum mæli á undanförnum árum. Miklir hagsmunir væru í húfi.“

Þá er það formaður Framsóknar:

Sigurður Ingi Jóhannsson.

„Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tjáði sig einnig um málaflokkinn um þetta leyti og sagði á facebooksíðu sinni að á síðustu árum hefðu efnaðir einstaklingar eignast fjölmargar jarðir á Íslandi. Tilgangurinn virtist vera sá að komast yfir laxveiðiréttindi. „Þar bera menn stórfé á bændur til að eignast heilu dalina, firði og vatnsréttarsvæði,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við: „Ég held að við viljum ekki þessa þróun – þess vegna þarf að spyrna við fótum.““

Og meira úr Moggan dagsins:

Sigríður Á. Andersen.

„Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði í september 2017 að rétt væri að setja fastmótaðri reglur en í gildi væru um jarðakaup útlendinga hér á landi. Til stæði að frumvarp þess efnis yrði lagt fram. Sú vinna virðist hins vegar ekki hafa skilað niðurstöðu.“

Katrín Jakobsdóttir.

„Katrín Jakobsdóttir sagði í júlí á síðasta ári í samtali við Ríkisútvarpið að setja þyrfti frekari takmarkanir á jarðakaup. „Þetta er auðvitað stórmál og snýst auðvitað um það hvernig við lítum á landið. Landið sem auðlind og landið sem hluta af okkar fullveldi,“ sagði forsætisráðherra. Hún sagði aftur nú í vikunni að vilji væri til þess að taka á málinu og Sigurður Ingi sagði í fyrradag að hann vonaði að frumvarp þess efnis liti dagsins ljós í haust.“ Ekki náðist í Bjarna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: