- Advertisement -

Þingmenn í atvinnubótavinnu á ofurlaunum

Það er auðveld­ara að svæfa mál, það er auðveld­ara að taka mál í gísl­ingu og Alþingi af­kast­ar minna.

Björn Leví Gunnarsson.

Björn Leví skrifar í Mogga dagsins:

„Fjöl­mörg þeirra mála sem lögð eru fram á Alþingi fá enga af­greiðslu þar, en eru svo lögð fram á næsta þingi óbreytt í stað þess að af­greiðslu þeirra sé lokið. Fjöldi þing­manna legg­ur fram mál sem kom­ast ekki í umræðu og hvað þá í gegn­um nefnd. Á því þingi sem nú er að líða und­ir lok bíða 133 mál þess að kom­ast í 1. umræðu og 103 mál eru í nefnd. Á síðasta heila þingi, á þarsíðasta kjör­tíma­bili, biðu 159 mál eft­ir 1. umræðu og 74 dóu í nefnd. Mörg af þeim mál­um hafa verið lögð fram oft­ar en einu sinni og oft­ar en tvisvar.“

Það er oft fund­ar­fall hjá nefnd­um.

Þessar staðreyndir eru hreint ótrúlegar. Nokkuð stór hluti starfa flestra þingmanna virðist til einskis unninn. Og ekki bara núna, svo hefur verið í langan tíma. Galið.

En hvers vegna er þetta svona, Björn Leví?

„Eft­ir stend­ur að sum­ir vilja halda nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi. Það er ákveðin leikja­fræði á bak við það. Það er auðveld­ara að svæfa mál, það er auðveld­ara að taka mál í gísl­ingu og Alþingi af­kast­ar minna. Einnig vill meiri­hlut­inn oft ekki segja nei við mörg­um mál­um, og þar ligg­ur í raun hund­ur­inn graf­inn. Meiri­hlutaræðið, eins og það er stundað hérna á Íslandi, kem­ur í veg fyr­ir af­greiðslu mála sem er meiri­hluti fyr­ir á þingi, en af því að einn flokk­ur í rík­is­stjórn­ar­hluta seg­ir nei, þá fer málið ekki lengra. Það er skilj­an­legt ef mál­inu fylg­ir mik­ill kostnaður en að öllu öðru leyti er það ekki lýðræðis­legt. Því þarf að breyta.“

Ljóst er að þingheimur bera enga virðingu fyrir eigin starfi. Björn Leví dregur tjöldin frá:

„Á fyrstu dög­um nýs þings eru eng­in mál til­bú­in til umræðu frá nefnd­um. Það er oft fund­ar­fall hjá nefnd­um vegna þess að það er ekki búið að vísa nein­um mál­um til þeirra, og eina starf nefnd­anna á fyrstu dög­um þings­ins er bara að vísa þeim mál­um sem þær þó fá til um­sagna. Það er yf­ir­leitt fyllt upp í þá daga með því að fá kynn­ingu á þing­mála­skrá ráðherra eða að fá kynn­ingu ráðuneyta á stjórn­ar­mál­um, áður en um­sagn­ir eru komn­ar.“

Þetta er svo galið. Samt svo satt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: