- Advertisement -

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ úti að aka

„Hef­ur ein­göngu góðan stuðning hjá kjós­end­um smá­flokk­anna Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar, eða um 74% fylgi hjá hvor­um. Ráða þeir virki­lega ferðinni?“

Þá er eitt­hvað stór­kost­lega mikið að.

„Hvernig í ósköp­un­um get­ur einn þing­flokk­ur komið sér þannig út úr húsi hjá sín­um stuðnings­mönn­um?“ Þannig skrifar Davíð Oddsson í leiðara sínum í dag. Sem hann tileinkar einkum Sjálfstæðisflokki og orkupakkanum. Hann dregur þó aðra flokka með í skrifunum. Ritstjórinn rýnir í nýjar skoðanakannanir máli sínu til stuðnings.

„Sér­hver stjórn­mála­flokk­ur sem upp­götvaði að 20-30% stuðnings­manna hans væri and­víg­ur máli sem breyst hefði í stór­mál sem hann sæti uppi með yrði mjög hugs­andi. En hvað þá þegar 58% stuðnings­manna flokks botna ekk­ert í því hvert hann er að fara. Þá er eitt­hvað stór­kost­lega mikið að. Ein­hverj­ir hafa kvartað yfir því að Morg­un­blaðið hafi talið sig eiga sam­leið með 58 pró­sent­um stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins í orkupakka­mál­um. Blaðið bind­ur sig ekki við flokka en er þó ánægt með þenn­an fjölda sam­ferðamanna úr þess­um flokki. Reynd­ar var ekki vitað bet­ur í heilt ár en að þessi mikli meiri­hluti flokks­fólks og blaðið hefði jafn­framt verið sam­ferða for­manni flokks­ins, sem hafði gert af­stöðu sína ljósa með mjög af­ger­andi hætti úr ræðustól Alþing­is.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ýtt skýr­ing­ar­laust út á svipað forað og í Icesavemálinu forðum.

Enn gefur Davíð Bjarna Benediktssyni olnbogaskot. Og fer létt með þar sem hann vitnar í ekki svo gamlar skoðanir Bjarna.

„Það eina óskilj­an­lega er að þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins er úti að aka með öðrum en stuðnings­mönn­um sín­um og jafn­vel lak­ar stadd­ur í þeim efn­um en þegar flokkn­um var óvænt ýtt skýr­ing­ar­laust út á svipað forað í Icesavemálinu forðum,“ skrifar Davíð og hellir þá salti í hið eilífa sár, sem Icesave er í flokknum.

Davíð kíkir yfir til Pírata.

„Þá er einkar at­hygl­is­vert að afstaða stuðnings­fólks Pírata er að breyt­ast hratt. Í fyrr­nefndri könn­un sögðust 34% stuðnings­manna Pírata mjög and­víg­ir orkupakk­an­um og hafði þessi andstaða auk­ist veru­lega frá því að sein­ast var mælt. Þá sýndi hún einnig að full­yrðing­ar um að yngra fólk styddi orkupakka­ógöng­urn­ar eru bein­lín­is rang­ar.“

Og svo til „smáflokkanna“.

„Könn­un­in sýn­ir einnig að þetta skrítna mál þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur til at­lögu við yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta stuðnings­manna sinna, hef­ur ein­göngu góðan stuðning hjá kjós­end­um smá­flokk­anna Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar, eða um 74% fylgi hjá hvor­um. Ráða þeir virki­lega ferðinni?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: