- Advertisement -

Vg styður hernaðaruppbyggingu Trumps á Íslandi

Það sem kemur á óvart er rökstuðningur forystu flokksins sem annars vegar felst í að veifa Rússagrýlunni.

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Það kom sannast sagna ekki algerlega á óvart að forystumenn Vg á Alþingi skyldu snúa baki við ,,Alþjóða- og friðarstefnu“ flokksins, en í henni segir m.a. að Ísland hafni vígvæðingu og hernaðaruppbyggingu. Nýleg verk Vg í ríkisstjórninni með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki ríma nefnilega illa við stefnuskrá flokksins, sbr. að færa makrílinn nánast í heilu lagi til nokkurra auðmanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sem kemur á óvart er rökstuðningur forystu flokksins sem annars vegar felst í að veifa Rússagrýlunni og hins vegar að kjökra um að flokkurinn hafi verið fastur í neti fyrri ákvarðana. Flest bendir til þess að rússneski flotinn eigi vart roð í flota breska „heimsveldisins“ og er styrkur Rússlands einungis  brot af hernaðarmætti allra Natoríkjanna á Atlantshafi!

Réttmætt er að spyrja hvort það sé bjóðandi að pólitískur leiðtogi fullvalda ríkis, Katrín Jakobsdóttir, beri það á torg að hún sé fórnarlamb einhverra ákvarðana sem teknar voru fyrir nokkrum árum, þegar málið snýst um milljarða fjárfestingar Trump-stjórnarinnar í færanlegri herstöð og vígbúnaði á Íslandi?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: