- Advertisement -

„Þetta er hneyksli og til háborinnar skammar!“

Þetta er hugarfarið í verki og mannúðin sem ríkir innan stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar.

Oddný Harðardóttir skrifar:

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis valdi að að draga úr fjármunum frá fyrri umræðu fjármálaáætlunar, til öryrkja, aldraðra og þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda. Þessir hópar fá minni stuðning og þjónustu en ráð var fyrir gert en auðmenn geta slakað á því þeir fá allt óskert. Enginn stóreignaskattur, fjármagnstekjuskatti haldið lægstum hér allra Norðurlanda og ekki einu sinni rætt að hugsanlega megi bæta við tekjuskattsþrepi á þá allra tekjuhæstu.

Meirihluti fjárlaganefndar hugar vel að þeim sem eiga nóg en hinir þurfa að bíða og taka á sig efnahagslægðina. Reyndar þeir sömu og fengu ekki að njóta góðærisins.

Og svo bíta þau höfuðið af skömminni með því að býtta á þróunaraðstoð við fátæk ríki og hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli.

Þetta er hugarfarið í verki og mannúðin sem ríkir innan stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar.

Þetta er hneyksli og til háborinnar skammar!

Skrifin birtust á Facebooksíðu Oddnýjar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: