- Advertisement -

Segir sérfræðilækna gera óþarfar aðgerðir – í hagnarskyni

Þá er greini­legt að sér­greina­lækn­ar líta á það sem ógn við sína hags­muni, þegar sagt er í heil­brigðis­stefnu að styrkja eigi göngu­deild­ar­starf­semi sjúkra­hús­anna, ekki síst á Land­spít­ala.

„Sér­greina­lækn­ar vilja bæði éta kök­una og halda henni óskertri,“ er meðal þess sem lesa má í langri grein Birgis Jakobssonar, aðstoðarmanns Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og fyrrvernadi landlæknis, sem birt er í Mogganum í dag.

Þar svarar hann orðum þeirra Ragn­ar Jóns­son og Ágúst Kára­son bæklun­ar­lækna sem starfa í Orkuhúsinu.

„Í þessu sam­bandi má nefna að ófá­ir sjúk­ling­ar með slitgikt í hnjám og mjöðmum hafa notið þjón­ustu bæklun­ar­lækna í Orku­hús­inu um langa hríð til þess að átta sig á því þegar komið er að liðskipt­um að slík­ar aðgerðir eru ekki gerðar þar og verða þá að bíða mánuðum sam­an eft­ir tíma á göngu­deild þess spít­ala sem fram­kvæm­ir þess­ar aðgerðir til þess eins að kom­ast á biðlista eft­ir aðgerð. Þá kem­ur fram í viðtali við þá fé­laga, að sjúk­ling­ar þeirra geti þurft á þjón­ustu op­in­bera kerf­is­ins að halda, ef óvænt at­vik koma upp. Þeir geta þess ekki að er­lend­is greiðir einkaaðil­inn fyr­ir þann kostnað sem hlýst af mis­tök­um. Sér­greina­lækn­ar vilja bæði éta kök­una og halda henni óskertri,“ segir Birgir.

En hvað vill fólk? Birgir er viss:

„Hvata­kerf­in hafa leynt og ljóst stýrt heil­brigðis­starfs­fólki, ekki síst sér­greina­lækn­um, út í einka­rekst­ur með nei­kvæðum af­leiðing­um fyr­ir op­in­bera þjón­ustu­veit­end­ur.“
Ljósmynd: Piron Guillaume.

„Meiri­hluti Íslend­inga vill hafa sterkt heil­brigðis­kerfi sem er fjár­magnað af hinu op­in­bera. Heil­brigðis­stefna til árs­ins 2030 tek­ur raun­veru­lega ekki af­stöðu til op­in­bers rekst­urs eða einka­rekst­urs í heil­brigðisþjón­ustu. Það sem kem­ur skýrt fram í stefn­unni um þetta mál er að for­send­ur fyr­ir op­in­ber­um rekstri og einka­rekstri í heil­brigðisþjón­ustu verði að vera hinar sömu. Þetta hef­ur verið ein helsta brota­löm­in í ís­lensku heil­brigðis­kerfi hingað til. Hvata­kerf­in hafa leynt og ljóst stýrt heil­brigðis­starfs­fólki, ekki síst sér­greina­lækn­um, út í einka­rekst­ur með nei­kvæðum af­leiðing­um fyr­ir op­in­bera þjón­ustu­veit­end­ur. Þar að auki hef­ur, eins og Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur bent á, markvisst verið sparað í op­in­bera kerf­inu sl. tvo ára­tugi meðan einka­rekst­ur hef­ur fengið fríbréf og aukið hlut­deild sína.“

Og hvað vill ráðherrann?

„Nú­ver­andi heil­brigðisráðherra hef­ur ákveðið að auknu fé í heil­brigðis­kerfið verði varið til þess að styrkja grunnstoðir op­in­beru heil­brigðisþjón­ust­unn­ar á öllu land­inu, sem farið hef­ur halloka fyr­ir vax­andi einka­væðingu á höfuðborg­ar­svæðinu síðustu ára­tugi. Ég er sann­færður um að meiri­hluti þjóðar­inn­ar er hlynnt­ur þeirri áherslu.“

Birgir er gagnrýnin. Jafnvel efast hann um heilindi sérfræðilækna. Jafnvel að læknar geri aðgerðir án þess að þeirra sé þörf. Þung gagnrýni.

„Nú­ver­andi heil­brigðisráðherra hef­ur ákveðið að auknu fé í heil­brigðis­kerfið verði varið til þess að styrkja grunnstoðir op­in­beru heil­brigðisþjón­ust­unn­ar á öllu land­inu, sem farið hef­ur halloka fyr­ir vax­andi einka­væðingu á höfuðborg­ar­svæðinu síðustu ára­tugi. Ég er sann­færður um að meiri­hluti þjóðar­inn­ar er hlynnt­ur þeirri áherslu.“

„Í heil­brigðis­stefnu er lögð áhersla á mik­il­vægi þess að kaup rík­is­ins á heil­brigðisþjón­ustu séu skil­virk, gerðar séu kröf­ur um aðgengi og gæði og að kaup­in séu byggð á grein­ingu á þeirri þörf sem fyr­ir ligg­ur og grein­ingu á kostnaði þeirr­ar þjón­ustu sem veitt er. Það virðist helst vera þetta sem fer fyr­ir brjóstið á sér­greina­lækn­um, en eins og all­ir vita og Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur bent á hafa þeir haft sjálf­dæmi um það hvaða þjón­usta er veitt og af hverj­um. Reikn­ing­ur­inn hef­ur verið send­ur á ríkið óháð því hvort þörf hef­ur verið á þjón­ust­unni eða ekki. Þjón­ust­an er veitt á for­send­um þjón­ustu­veit­enda en ekki eft­ir þörf­um not­enda. Þá er greini­legt að sér­greina­lækn­ar líta á það sem ógn við sína hags­muni, þegar sagt er í heil­brigðis­stefnu að styrkja eigi göngu­deild­ar­starf­semi sjúkra­hús­anna, ekki síst á Land­spít­ala. Þetta er gert til þess að mark­visst auka aðgengi lands­manna að þjón­ustu sér­greina­lækna og að sjúk­ling­ar eigi aðgang að þess­ari þjón­ustu óháð því hvort þeir hafi legið inni á spít­al­an­um eða ekki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: