- Advertisement -

Afsöluðu sér níu milljörðum í ríkissjóð

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifar:

Þau fjögur ár sem auðlegðarskattur var lagður á á Íslandi námi árlegar tekjur ríkissjóðs af honum 9.125 m.kr. á núvirði. Þetta var ekki hár skattur, í raun svipaður og eignaskattar voru hér þar til þeir voru aflagðir á nýfrjálshyggjuárunum. Með afnámi eignaskatta og síðan aftur auðlegðarskattsins gáfu stjórnvöld frá sér tekjur upp á um níu milljarða króna og hafa síðan þurft að skera niður ríkisútgjöld sem þessu nemur. Fjöldinn hefur því tapað; örfáar fjölskyldur grætt, en skatturinn lagðist aðeins á hreina eign umfram 85-90 m.kr. á núvirði.

Í Bandaríkjunum hefur nú komið fram tillaga um að draga úr kerfisbundnu og arfgengu óréttlæti kapítalismans með því að greiða öllum börnum um 500 þús. kr. sem einskonar eiginfjárframlag og sem viðurkenningu á að ættarauður (og enn frekar skortur á honum) er helsta ástæða þess innan kaítalismans að sumir njóta allskyns tækifæra en aðrir engra. Tillagan gengur út á að fjármagna þetta framlag til barnanna með eignasköttum, skiljanlega; annars væri þetta ekki jöfnun á eignastöðu.

Ef við myndum leggja aftur á auðlegðarskattinn til að nota til þess að bæta börnum upp óréttlæti kapítalismans með því að leggja þeim til eiginfjárframlag mætti greiða 4.562 m.kr. út árlega til allra barna sem fæddust það árið en nota sömu upphæð til að greiða af láni svo hægt væri að borga öllum börnum upp að 18 ára aldri sömu upphæð. Hvert barn fengi þá rúma eina milljón króna í einskonar stéttastríðs-skaðabætur frá þeim sem safnað hafa að sér auðnum.

Ég set þetta hérna fram, fyrst og fremst til að vekja athygli á að svona aðgerðir eru orðnar hluti að meginstraums-stjórnmálaumræðunni um allan heim, þótt lítið heyrist af þeim hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: