- Advertisement -

Viðreisn, Sigmundur Davíð og Trump

„Mantra nokk­urra sjálf­stæðismanna er að gera lítið úr kon­um sem fylgja sann­fær­ingu sinni og eru bara rétt um þrítugt og þaðan af yngri. Sum­ir halda að kon­ur í stjórn­mál­um séu bara glugga­skraut.“

„Sýnd­ar­mennska og lýðskrum gera lítið úr vit­rænu póli­tísku starfi. Flokk­ar og stjórn­mála­menn fær­ast til á lit­rófi stjórn­mál­anna hraðar en auga er deplað,“ skrifar stofnandi Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson.

Hann var áður dyggur flokksfélagi í Sjálfstæðisflokki.

„Ára­tug­um sam­an barðist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fyr­ir ein­stak­lings­frelsi, frjáls­um viðskipt­um, af­námi for­rétt­inda, markaðslausn­um og vest­rænni sam­vinnu. Aðrir flokk­ar aðhyllt­ust aðra stefnu, t.d. rík­is­for­sjá og for­rétt­indi kaup­fé­lag­anna.

„Að und­an­förnu hef­ur borið á því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, eða sterk öfl inn­an hans, telji að flokk­ur­inn eigi að fylgja þeim sem vilja snúa aft­ur til þeirra tíma þegar þjóðir ein­angruðu sig.“

Þarna er fast skotið. Skotmarkið er ekki síst ritstjóri Moggans og fylgihnettir hans.

Benedikt heldur áfram: „Að und­an­förnu hef­ur borið á því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, eða sterk öfl inn­an hans, telji að flokk­ur­inn eigi að fylgja þeim sem vilja snúa aft­ur til þeirra tíma þegar þjóðir ein­angruðu sig og telja að sundr­ung vinaþjóða feli í sér sér­stök tæki­færi fyr­ir Ísland. Stór hóp­ur inn­an flokks­ins er and­stæður markaðslausn­um þar sem þær rek­ast á við sér­hags­muni.“

Benedikt segist, sem formaður Viðreisnar, hafa tekið meira tillit til samþykkta landsfundar Sjálfstæðisflokkins, en frændi hans, Bjarni Benediktsson formaður þess flokks.

„Þegar Viðreisn myndaði rík­is­stjórn síðla hausts 2016 kynnt­um við okk­ur nýj­ustu álykt­an­ir lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins vel. Lít­ill mun­ur var á áhersl­um Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar og því mik­il­vægt að finna sam­nefn­ara með Sjálf­stæðis­flokkn­um. Þegar samþykkt­ir þess­ar­ar æðstu stofn­un­ar sjálf­stæðismanna fóru sam­an við hug­mynd­ir okk­ar töld­um við að auðvelt yrði að ná sam­komu­lagi.

Bendikt segir: „Á sama tíma hef­ur Sam­fylk­ing­in kvatt miðjuna og færst til vinstri til þess að reyna að ná þeim at­kvæðum af VG sem ekki vilja sjá sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn.“

Öðru nær. Álykt­an­ir lands­fund­ar fengu marg­ar lít­inn hljóm­grunn – ekki hjá okk­ur held­ur flokkn­um sem hafði samþykkt þær. Því kem­ur ekki á óvart að lækn­ar í einka­rekstri tala um „ríkisvæðingarstefnu dauðans“ meðan sjálf­stæðis­menn í rík­is­stjórn fylgj­ast þögl­ir með.“

Næst slær Benedikt til að ritstjórans í Hádegismóum.

„Mantra nokk­urra sjálf­stæðismanna er að gera lítið úr kon­um sem fylgja sann­fær­ingu sinni og eru bara rétt um þrítugt og þaðan af yngri. Sum­ir halda að kon­ur í stjórn­mál­um séu bara glugga­skraut.

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri sagði ný­lega um ann­an vanda Sjálf­stæðis­flokks­ins: „Í dag eru frjáls­lynd­ir bún­ir að finna sér tær­ari rödd inn­an ann­ars veg­ar Viðreisn­ar og hins veg­ar Pírata. Þar er talað skýr­ar um frelsi, laissez-faire og önn­ur slík prinsippmál.“ Vandi Pírata er reynd­ar að erfitt er að átta sig á því hver stefna þeirra er í flest­um mál­um.“

Benedikt endar skrif sín með því að bjóða alla velkomna til Viðreisnar.

„Á sama tíma hef­ur Sam­fylk­ing­in kvatt miðjuna og færst til vinstri til þess að reyna að ná þeim at­kvæðum af VG sem ekki vilja sjá sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Því er kom­inn tími fyr­ir marga til þess að hugsa mál­in upp á nýtt. Viðreisn var stofnuð til þess að frjáls­lynd­ir kjós­end­ur ættu sinn mál­svara, til þess að rödd neyt­enda heyrðist og fersk­ir vind­ar blésu um vett­vang stjórn­mál­anna. Viðreisn er opin öll­um sem unna frels­inu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: