- Advertisement -

Bjarni svíkur öryrkja um 7,9 milljarða – mun Katrín samþykkja?

Jafn­framt er 2,6 millj­örðum minna varið til lyfja og lækn­inga­vara.

Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að svíkja öryrkja um tæpa átta milljarða.

Á mbl.is má lesa þetta: „Í til­lögu að breyttri fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyr­ir  4,7 millj­arða króna minna fram­lagi til sjúkra­húsþjón­ustu en í fyrri áætl­un á tíma­bil­inu og 7,9 millj­örðum minna fram­lagi vegna ör­orku og mál­efna fatlaðs fólks, að því er fram kem­ur í gögn­um sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um.

Í heild verða út­gjöld rík­is­sjóðs um 13 millj­örðum minni árin 2020 til 2024 en fyrri áætl­un gerði ráð fyr­ir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í fréttinni segir jafnframt:

„Breytt­ar for­send­ur hafa gert það að verk­um að rík­is­stjórn­in hef­ur talið ástæðu til þess að gera breyt­ing­ar á fjár­mála­áætl­un fyr­ir tíma­bilið. Þá seg­ir í minn­is­blaði fjár­málaráðuneyt­is­ins að án aðgerða yrði af­koma rík­is­sjóðs 37 millj­örðum króna lak­ari en gert var ráð fyr­ir og því nei­kvæð um 0,3% af vergri lands­fram­leiðslu.

Til þess að kom­ast hjá hættu á fjár­laga­halla hef­ur verið dregið úr fyr­ir­ætluðum hækk­un­um og mun auk fyrr­nefndra mála­flokka vera meðal ann­ars ráðstafað 1,7 millj­örðum minna til alþjóðlegr­ar þró­un­ar­sam­vinnu, millj­arði minna til almanna- og réttarör­ygg­is og 1,7 millj­arði minna til fram­halds­skóla­stigs­ins.

Jafn­framt er 2,6 millj­örðum minna varið til lyfja og lækn­inga­vara, 2 millj­örðum minna til heil­brigðisþjón­ustu utan sjúkra­húsa, 2,9 millj­örðum minna til ný­sköp­un­ar, rann­sókna og þekk­ing­ar­greina auk 1,4 millj­örðum minna til um­hverf­is­mála. Þá er gert ráð fyr­ir 2,8 millj­örðum minna fram­lagi til samgöngu- og fjar­skipta­mála.

Tveir mála­flokk­ar skera sig þó úr og horfa fram á tals­verða aukn­ingu á tíma­bil­inu. Eru það ann­ars veg­ar vinnu­markaður og at­vinnu­leysi sem hlýt­ur 33,4 millj­örðum meira á tíma­bil­inu 2020 til 2024 og hins veg­ar fjöl­skyldu­mál með 4,9 millj­arða aukn­ingu miðað við fyrri áætl­un.“

Nú er að bíða og sjá hvað Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur, gerir. Munu þau fara að vilja að Bjarna?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: