- Advertisement -

Vg úthlutar tugmilljörðum til auðmanna en eymd til öryrkja

Þessa gjöf á að færa á sama tíma og stjórnin „ávísar fátækt og eymd til öryrkja.“

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Ríkisstjórnin undir forystu Katrínar Jakobsdóttur í Vg, hefur lagt fram frumvarp „Fiskveiðar utan lögsögu Íslands (stjórn veiða á makríl)“, sem felur í sér að gefa megnið af makrílstofninum til nokkra auðmanna. Þessa gjöf á að færa á sama tíma og stjórnin „ávísar fátækt og eymd til öryrkja,“ með endurskoðaðri fjármálaáætlun. Gjafafrumvarpið „Fiskveiðar utan lögsögu Íslands (stjórn veiða á makríl)“ er nú til meðferðar á Alþingi.

Skálkaskjól ríkisstjórnarinnar er að vísa í nýlega hæstaréttardóma sem dómarinn Árni Kolbeinsson dæmdi, en það hefði vel verið hægt að koma á móts við tvo umdeilda dóma  með öðrum hætti ef vilji hefði verið til annars, en að færa auðmönnum eigur almennings á silfurfati! Árni Kolbeinsson fyrrverandi hæstaréttardómari, sem fenginn var sérstaklega til að dæma í málinu var sagður hafa skrifað dómsorðið.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Mannréttindadómstóllin.

Nú er það svo að Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem umræddur hæstaréttardómari, Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna en sonur hans Kolbeinn Árnason var starfsmaður í lögfræðideild Kaupthing fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun.

Makríldómana dæmdi eins og að ofan greinir Árni Kolbeinsson, en svo vildi til að Kolbeinn sonur Árna varð framkvæmdastjóri LÍU, síðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í ágúst 2013. Frá því í október 2014 hefur hann verið framkvæmdastjóri SFS þar til hann hætti í apríl 2016.

Þingmenn sem eru vandir að virðingu sinni og vilja endurvinna traust Alþingis ættu að staldra við samþykkt frumvarpsins og spyrja hvort rétt að samþykkja frumvarp sem byggt er á dómi þar sem einn hæstaréttardómari er að öllum líkindum vanhæfur. Það liggur beinast við að skoða málið frekar.

Væri ekki rétt fyrir Katrínu Jakobsdóttur leiðtoga vinstrimanna á Íslandi að fara rækilega yfir makrílmálið i framhaldi af Al Thani dómi Mannréttindadómstóll Evrópu og leggja til endurupptöku dóma sem ríkið tapaði, vegna augljóss vanhæfis Árna Kolbeinssonar vegna hagsmunagæslu sonarins fyrir útgerðir sem fá kvóta á silfurfati á grundvelli dómsorðs föðurins.

Sigurjón Þórðarson líffræðingur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: