- Advertisement -

Um hvað er þingkonan að tala?

Gunnar Smári skrifar:

Um hvað er þingkonan að tala? Það er bara alls ekki svo að íslensk stjórnvöld, vanalega leidd af Sjálfstæðisflokknum, gangi harðar að skattgreiðendum en stjórnvöld í okkar heimshluta; það er betur settum skattgreiðendum.

Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur búa við óvenju lága skatta á Íslandi; hér eru fjármagnstekjuskattar lægri en í öllum nágrannalöndum, hér er tekjuskattur fyrirtækja lægri en annars staðar, hér er erfðafjárskattur lægri en annars staðar, hér hafa eigna- og auðlegðarskattar verið aflagðir og hér er skatteftirlit með hinum ríkustu ákaflega veikt, þótt vitað sé að auðugasta fólkið svíki að meðaltali um þriðju hverja krónu undan skatti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Til að fjármagna þessa skattaparadís hinna ríku hafa stjórnvöld, vanalega undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hækkað skatta á launafólk, mest á þau sem hafa lág laun eða lægri meðallaun. Auk þess sem almenningur er rukkaður um komugjöld og aðrar greiðslur fyrir opinbera þjónustu og innviðir eru látnir grotna niður til að réttlæta sölu á ríkiseigum.

Það sérstæða við íslenska skattapólitík er að hér eru skattar á hin efnameiri áberandi lágir á meðan tekjuskattar, neysluskattar og gjaldtaka í grunnkerfunum (stefnt er að því að innleiða það inn í vegakerfið) er óvenjuhá. Þegar þingfólk Sjálfstæðisflokksins fer að tala um skattalækkanir eru þau aldrei, aldrei nokkurn tímann, að tala um lækkun skatta á almenning heldur ætíð og ávalt að tala um að lækka enn frekar skatta á fjármagns- og fyrirtækjaeigendur og annað efnafólk.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: