- Advertisement -

„Það má svindla“


Mörgum er misboðið vegna hversu létt er tekið á alvarlegum, og játuðum, brotum forsvarsmanna Procar. Sem kunnugt er halda þeir rétti til áframhaldandi reksturs. Segjast ætla að vera heiðarlegir eftirleiðis.

Guðmundur Gunnarsson skrifar um Procar og linkind þess opinbera.

„Það má svindla. Ef upp um þig kemst lofarðu bara að þú munir gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að þú gerir það ekki aftur.

Guðmundur Gunnarsson:
„Virðingin fyrir stjórnvöldum er nefnilega ekki öll sótt í klæðaburð og stuttar ræður inni á þingi.“

Þetta eru skilaboðin

Og líklegast megum við þakka fyrir að ekki var farið fram á refsingu yfir uppljóstraranum eða fjölmiðillinn sviptur starfsleyfi fyrir að segja frá þessu.

Virðingin fyrir stjórnvöldum er nefnilega ekki öll sótt í klæðaburð og stuttar ræður inni á þingi. Það er líka þetta. Rétt eins og það þegar það virðist nær regla en hitt að yfirvöld eigi í svo miklu basli með einföldustu þjófnaðarbrot, um leið og þau heita fjárdráttur og eða skattsvik, og upphæðirnar fara yfir bílverð, að oftar en ekki er minni refsing í boði fyrir þá sem stela kjötvinnslu en þà sem stela þremur kjötlærum, með nokkurra mánaða millibili. 

Og þegar svo yfirmenn sjálfrar lögreglu lögreglunnar þenja loks út brjóstið og sýna vald sitt, eins og Ríkislögreglustjóri gerði vegna bókar og sjónvarpsþáttar, og sagt var frá í fréttum í kvöld; er eins víst að gylltu tölurnar yfir kviðinn fljúgi af um leið; enda kom auðvitað í ljós að þrátt fyrir ægilegt valdsvið sitt og ekki færri en fjögur salatbúnt á húfunni; er gæinn sem hafði yfirumsjón með að koma lögum á stærstu efnahagsbrot þessarar aldar, ekki betur að sér í lögunum en svo að hann hótar mönnum lögsókn fyrir að brjóta lög sem í raun eru ekki til.

En það er fallegt hérna. Og veðrið alls ekki slæmt núna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: