- Advertisement -

Vill leggja sæstreng til Íslands

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er Edi Truell, maðurinn sem vill leggja sæstreng til Íslands í krafti þess að íslensk stjórnvöld hafa tekið upp orkustefnu Evrópusambandsins, sem hefur það að markmiði að byggja upp samkeppnismarkað með orku um allt evrópska efnahagssvæðið.

Edi er harður Brexit-maður, vill Bretland út úr Evrópusambandinu sem fyrst, var samstarfsmaður Boris Johnson, sem líklegastur er til að verða næsti forsætisráðherra Breta, og hefur styrkt breska Íhaldsflokkinn rausnarlega. Vegna tengsla hans verður það að teljast líklegt að hann fá stuðning breskra stjórnvalda til að leggja sæstreng til Íslands. Það er hins vegar kostulegt að harður Brexit-maður skuli vilja nota orkustefnu Evrópusambandsins til að tengjast íslenska raforkukerfinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: