- Advertisement -

73 prósent í skatta og skerðingar

https://www.visir.is/k/clp62961

Vilhjálmur Birgisson skrifar.

Hérna er gríðarlega forvitnilegt og grafalvarlegt viðtal við Hörpu Njálsdóttur félagsfræðing sem fjallar um þær skefjalausu skerðingar sem fólk þarf að þola þegar það hefur töku lífeyris.

En í viðtalinu kemur fram hjá Hörpu að af 100.000 krónum sem fólk fær í lífeyri tekur ríkið 73.000 krónur í formi skerðingar og skatta eða sem nemur 73%.

Þetta er svo galið að það nær ekki nokkurri átt og er ein ástæðan fyrir því að lífeyriskerfið okkar fær algjör falleinkunn hjá launafólki.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að við verðum að gera kröfu í komandi kjarasamningum um að þessum málum verði komið lag enda gjörsamlega ólíðandi að fólk sem hefur töku lífeyris sé gert að láta ríkissjóð hafa 73% af því sem það hefur áunnið sér inn í formi skerðinga og skatta.

Rétt er að geta þess að launafólk er að greiða með mótframlagi 15,5% af heildartekjum sínum í hverjum mánuði inní lífeyriskerfið og það gengur alls ekki upp að á sama tíma taki ríkissjóður 73% til baka Þegar fólk hefur töku lífeyris! Þessu þarf að breyta og það strax!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: