- Advertisement -

Ekki annað í boði en að sniðganga Eurovision

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Kæra fólk, það er ekkert annað í boði en að sniðganga Eurovision. Yfirstjórn Ríkisútvarpsins hefur, með því að vilja ekki axla siðferðilega ábyrgð og standa með þjáðu og kúguðu fólki, fórnarlömbum skelfilegs glæps, gert okkur að vissu leiti samsek í hneykslinu sem keppnin er í ár en við eigum þó enn þá svolítið val; val um að neita sem persónur að taka þátt í algjörlega sjúklegri hegðun; að halda partý í næsta húsi við vettvang óbærilegs ofbeldis. Það er á endanum það minnsta sem við getum gert, bókstaflega það minnsta og ef við erum ekki fær um það, hvað erum við þá fær um að gera, ég bara spyr?

„Ef við viljum frið, þarf að afnýlenduvæða Palestínu, enda hernámið og aðskilnaðarstefnuna. Gaza er gettó. Ísrael er aðskilnaðarríki. Það að taka þátt í Eurovision, og að horfa á keppnina, er að samþykkja meðferð Ísrael á Palestínumönnum – í Gaza og á hernumdum Vesturbakkanum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í gær sagði keppandi Montenegro um ástandið í Gaza: „Við vitum ekki hvað er í gangi, við erum hérna til að syngja og skapa tónlist.“ Það að hunsa hernám, kúgun og ofbeldi þýðir ekki að ábyrgðin og afleiðingarnar hverfi. Það koma svo sannarlega tímar þar sem fólk þarf að koma saman, skapa tónlist og brúa bil, en það koma líka tímar þar sem nauðsynlegt er að taka afstöðu og standa með réttlæti. Sá tími er núna.“

Nú styttist í Eurovision og keppendur eru mættir til Ísrael og byrjaðir að æfa. Við efumst ekki um að fulltrúar bæði KAN sjónvarpsstöðvarinnar og ríkisstjórnarinnar séu uppteknir við að sýna keppendum allar bestu hliðar Ísrael. Lífið fram að keppninni snýst um æfingar, skoðunarferðir, blaðamannafundi og veisluhöld, og bráðum fara áhorfendur að lenda í Ísrael.

Sautján kílómetrum frá er veruleikinn allt annar. Ellefu Palestínumenn – þar á meðal tólf ára drengur, fjórtán mánaða gamalt barn og ófrísk frænka þess – voru drepnir í ísraelskum loftárásum í Gaza um helgina. Heimili liggja í rúst og alls staðar er eyðilegging.

Á föstudaginn mótmæltu Gaza-búar við aðskilnaðargirðinguna, eins og þeir hafa gert á hverjum föstudegi í meira en ár og mætt byssukúluregni í hvert skipti: blaðamenn, heilbrigðisstarfsfólk og óvopnaðir mótmælendur eru myrtir í hverri viku. Þennan föstudag voru að minnsta kosti tveir Palestínumenn myrtir af ísraelskum leyniskyttum og tugir særðir. Hamas skaut eldflaugum til Ísrael, þar sem þrír Ísraelar dóu. Hvert líf er jafn dýrmætt, og við syrgjum þau öll.

Á sama tíma og við fordæmum hvers konar aðgerðir þar sem líf tapast er mikilvægt að missa ekki sjónar á rótum hörmunganna. Þær eru að í meira en áratug hefur yfir tveimur milljónum manns verið haldið í herkví á Gaza-ströndinni, þar sem þeir búa við skert lífsgæði og njóta ekki lágmarksmannréttinda. Loft- og landhelgi er ólöglega lokuð og fólk kemst hvorki til né frá Gaza, skortur er á hreinu vatni og rafmagn fæst aðeins í nokkrar klukkustundir á dag: í Gaza ríkir atvinnuleysi, vonleysi og margar kynslóðir þjást af áfallastreituröskun. Fólk býr, með öðrum orðum, við skelfilegar aðstæður. Ekki er um að ræða stríð á milli jafnra fylkinga, heldur má nánast líkja árásum á Gaza við það að skjóta dýr í búri.

Ef við viljum frið, þarf að afnýlenduvæða Palestínu, enda hernámið og aðskilnaðarstefnuna. Gaza er gettó. Ísrael er aðskilnaðarríki. Það að taka þátt í Eurovision, og að horfa á keppnina, er að samþykkja meðferð Ísrael á Palestínumönnum – í Gaza og á hernumdum Vesturbakkanum. Í gær sagði keppandi Montenegro um ástandið í Gaza: „Við vitum ekki hvað er í gangi, við erum hérna til að syngja og skapa tónlist.“ Það að hunsa hernám, kúgun og ofbeldi þýðir ekki að ábyrgðin og afleiðingarnar hverfi. Það koma svo sannarlega tímar þar sem fólk þarf að koma saman, skapa tónlist og brúa bil, en það koma líka tímar þar sem nauðsynlegt er að taka afstöðu og standa með réttlæti. Sá tími er núna.

(Myndin er af hinni fjórtán mánaða gömlu Siba Abu Arrar, sem er ein þeirra sem lést í loftárásunum í Gaza)

Sjá hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: