- Advertisement -

Últra hægristefna fjármálaráðherra

En kannski eru opinberar umræður bara leikrit til heimabrúks hvers flokks en allt í gúddí við ríkisstjórnarborðið.

Oddný Harðardóttir skrifar:

Ég hef verið sammála heilbrigðisráðherra um að efla opinbera heilbrigðiskerfið. 


Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður út í einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í þinginu. Í svörum hans kom greinilega fram áhugi Sjálfstæðisflokksins á einkarekinni heilbrigðisþjónustu sem byggir á því að allir kaupi sér sjúkratryggingar og öðlist þar með ákveðinn rétt eftir efnahag. Það kom mér ekki á óvart. En það sem kom mér á óvart var hversu langt fjármálaráðherrann vill ganga, samanber þetta í svari hans: ,,Hér skipta hjúkrunarheimilin máli út af ástandinu á Landspítalanum og ég held að við ættum t.d. að spyrja okkur að því hvort það sé til lengri tíma góð eða skynsamleg stefna hjá okkur að láta það ráðast af fjárlögum hvers tíma hvaða fjármagn er til ráðstöfunar til uppbyggingar á hjúkrunarheimilum. Ef við myndum bara festa réttinn við þá sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda þurfum við ekki að velta því endilega mikið fyrir okkur hversu mikið fjármagn er á fjárlögum hvers tíma heldur láta markaðslausnir koma hér að notum.“ 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það má aðeins greiða úr ríkissjóði það sem samþykkt hefur verið á fjárlögum og sú skylda er bundin í stjórnarskrá. Fjármálaráðherra ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur talar fyrir einkavæðingu heilbrigðiskerfisins þar sem hver borgar fyrir sig eins og hann hefur efni á en framlög sem þingið samþykkir á fjárlögum stýri ekki stefnunni. En ætlar hann að styðja tillögur og stefnu heilbrigðisráðherrans? 


Þessi últra hægristefna fjármálaráðherrans fer illa saman við félagslegar áherslur heilbrigðisráðherrans svo væntanlega má gera ráð fyrir átökum um þetta við ríkisstjórnarborðið. En kannski eru opinberar umræður bara leikrit til heimabrúks hvers flokks en allt í gúddí við ríkisstjórnarborðið. Hver veit. 


Tillaga ríkisstjórnarinnar um þetta mun samt koma fram í fjármálaáætlun og fjárlögum. Þar stöndum við jafnaðarmenn með fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda eiga ekki að þurfa að taka upp veskið þegar þeir standa veikastir fyrir.

Skrifin birtust fyrst á Facebooksíðu Oddnýjar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: