- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur standi ekki lengur vörð um hugmyndafræði VG

Ég skil að ekki er einhugur innan ríkisstjórnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, skifaði þetta á Facebook:

„Það er ánægjuefni að skynja viðhorfsbreytingu hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á síðustu vikum þegar kemur að því að leysa langa og með öllu óþolandi biðlista vegna liðskipta- og mjaðmakúluaðgerða.

Við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól felldu nefnilega allir stjórnarþingmenn tillögu okkar í Viðreisn um að veita tímabundið 200 milljónir króna til Sjúkratrygginga Íslands til að semja við sjálfstætt starfandi lækna svo hægt verði að vinna á biðlistunum. Að allar hendur yrðu dregnar upp á dekk til að lina þjáningar fólks sem hefur verið mánuðum og jafnvel árum saman á biðlistum. Með tilheyrandi verkjalyfjanotkun og kostnaði fyrir samfélagið.

Höfum hugfast að opinber skilgreind þjónusta er nú þegar veitt af opinberum stofnunum sem einkaaðilum. Lykilatriðið er að veita þjónustuna, horfa á sjúklinginn sem miðpunkt heilbrigðisþjónustu en ekki rekstrarformið sem slíkt.

Ég skil mætavel að ekki er einhugur um heilbrigðisstefnuna innan ríkisstjórnar og tíma þurfi til að fá niðurstöðu í málið. Sá ágreiningur ríkisstjórnarflokkanna má hins vegar ekki leiða til þess að fólkið sem er á biðlistum fái ekki úrlausn sinna mála. Að því verði enn og aftur gert að bíða, með öllum sínum þjáningum, á meðan stjórnarflokkarnir koma sér niður á lausn. Miðað við sinnaskiptin í biðlistamálinu hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn því að nýta sér lykilstöðu sína í ríkisstjórn og þrýsta á raunhæfa lausn í stað þess að standa vörð um hugmyndafræði Vinstri grænna til opinberrar þjónustu. Því sú hugmyndafræði styttir ekki tíma fólks á biðlistum að öllu óbreyttu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: