- Advertisement -

Landsréttur brennur og „We are the police“

Brotabrot af stöðu Sjálfstæðisflokksins nýliðna helgi:

Sif Sigmarsdóttir: „Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?““

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir: „Þarna komu upp að stæður sem komu öllum í opna skjöldu. Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti ein hvern veginn að halda stjórn á fundinum.“

Þegar hælisleitendurnir báru upp erindi sitt stóðu tveir óeinkennisklæddir menn upp, gripu í hælisleitendurna og sögðu: „We are the police,“ eða „við erum lögreglan“.“

„Þetta var óþægilegt og lögreglan var á staðnum þótt hún hafi ekki verið inni. Það langar engan að fá einhvern veginn lögreglumenn í búningum og grípa til að gerða á einhverjum fundi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: