- Advertisement -

Kjölfesta Sjálfstæðisflokksins í uppreisn gegn forystunni

Enn sem fyrr birtir Styrmir Gunnarsson okkur hversu mikil sundrung er innan Sjálfstæðisflokksins.

„Auðvitað gera þingmenn Sjálfstæðisflokksins sér grein fyrir því, að uppreisn grasrótarinnar í flokknum vegna áforma þeirra um að samþykkja orkupakka 3 er óvenju sterk. Sennilega sú sterkasta frá Icesave,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á styrmir.is.

„En það var jafnframt athyglisvert, sem fram kom hjá Magnúsi Halldórssyni, blaðamanni í Vikulokum RÚV í gær, laugardag, að hann teldi að sú uppreisn einkenndist meira af andstöðu eldri kynslóða en yngri,“ skrifar hann jafnframt.

Og segir síðan: „Það má vel vera, að eitthvað sé til í því. En þá ber líka að hafa í huga, að kannanir benda til að fylgistap Sjálfstæðisflokksins á síðasta áratug sé mun meira hjá ungum kjósendum en hinum eldri. Það eru í raun eldri kjósendur, sem halda fylgi flokksins þó í því, sem það er nú. Og í því samhengi er hin sterka andstaða eldri kynslóða við málið, jafnvel enn erfiðari en ella. Að sjálfsögðu gera þingmenn flokksins sér líka grein fyrir þessu og hugsa sitt.“

Styrmir eygir eina von: „Þess vegna er ekki ólíklegt að hugsanlegt frumkvæði þingmanna Framsóknarflokksins að því að stöðva málið í meðförum þingsins finni hljómgrunn meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: