- Advertisement -

Hvernig brauð borðar þú?

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar:
Okkur er stundum boðið upp á að styðja góð málefni með því að kaupa tiltekna vöru. Nú hafa eigendur Isam (sem meðal annars á Mylluna) boðið okkur að sýna harðsvíruðum kapítalisma stuðning með því að kaupa vörur fyrirtækisins.
Eigendurnir hafa lýst því yfir að þeir muni aldrei gefa eftir krónu af sínum arði, aldrei gefa eftir þau 10-20% sem þeir skammta sjálfum sér af veltu fyrirtækjanna svo hægt sé að greiða starfsfólkinu sem bakar brauðin, pakkar þau og flytur laun sem dugar fólki fyrir framfærslu.
Þeir neytendur sem vilja styrkja slíkan kapítalisma, kerfi þar sem gróðraþörf eigendanna er ávallt í fyrsta sæti og neytendur og starfsfólk alltaf aftast; geta keypt sér Myllubrauð. Þau okkar sem hafa skömm á græðgi harðsvíraðra kapítalista geta keypt sér önnur brauð. Hvernig brauð borðar þú?

Þau okkar sem hafa skömm á græðgi harðsvíraðra kapítalista geta keypt sér önnur brauð.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: