- Advertisement -

Fær „plokkstyrk“ frá borginni

Reykjavíkurborg hefur samþykkt að styrkja Einar Bárðarson um fjögur hundruð þúsund krónur vegna Plokkdagsins.

Í fundargerð borgarráðs segir: „Samþykkt að veita Einari Bárðarsyni styrk að upphæð kr. 400.000 vegna Plokkdagsins mikla 2019. Öðrum styrkumsóknum er hafnað.“

Einar Bárðar­son er einn skipu­leggj­enda Stóra-plokk­dagsins. Hann segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þótt að öllum sé vel­komið að taka þátt og skipu­leggja sína eigin hreinsanir.

Í samtali við Fréttablaðið sagði Einar Bárðarson:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta er hóp­efli þannig að öll sveitar­fé­lögin geta notað nafnið til að hvetja fólk til að taka þátt. Það á líka við um ein­stak­linga sem vilja hvetja sín sveitar­fé­lög til að taka þátt.“

Hann sagði skipu­lagningu að mestu unna í sjálf­boða­vinnu og að á­vallt vanti fleiri sjálf­boða­liða. Hann hvetur fólk til að búa til sínar eigin „her­deildir“ og að þau leggi á­herslu á stóru um­ferðar­æðarnar. Hann segir að nú þegar sé búið að skipu­leggja við­burði í Hvera­gerði og Þor­láks­höfn og hvetur önnur sveitar­fé­lög til að gera slíkt hið sama.

„Við hvetjum sveitar­fé­lög og þau sem eru að skipu­leggja dag í kringum þetta að vera í kringum stóru um­ferðar­æðarnar. Í fyrsta lagi vegna þess að þær þurfa svo mikið á því að halda, það hefur mikið fokið í kring þar. En þetta eru slag­æðar at­vinnu­lífsins og það fýkur þangað mikið dót, sér­stak­lega plast,“ sagði Einar í samtali við FBL.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: