- Advertisement -

Brusselvaldið hlær af Íslendingum

„Þeir munu líka hrinda þjóðar­eign­inni á Lands­virkj­un, henni verður skipt upp og hlut­ir henn­ar seld­ir.“

Guðni Ágústsson er meðal þeirra sem berjast gegn þriðja orkupakkanum. Og sparar sig hvergi.

„Alþingi ber nú að grípa inn í jarðakaup út­lend­inga því heilu héruðin eru að falla auðmönn­um, er­lend­um og inn­lend­um, í skaut. Hvers vegna? Það eru átök­in um yf­ir­ráðin á orku, virkj­un­um, vatni og landi. Brus­sel-valdið er búið að hlæja sig mátt­laust að þessu sér­ís­lenska ákvæði sem oft hef­ur verið nefnt áður. Það er notað til heima­brúks á Íslandi, segja þeir. Sann­leik­ur­inn er þessi, ut­an­rík­is­ráðherr­an­um verður ekk­ert gagn af belt­inu og axla­bönd­un­um, bux­urn­ar eru nefni­lega úr híalíni. Ég hvet bæði Alþingi og rík­is­stjórn til að skoða mál­in af gaum­gæfni, hverj­ar verða af­leiðing­arn­ar af samþykkt orkupakk­ans? Og við eig­um þann rétt sem þjóð að hafna því að taka pakk­ann upp, það ligg­ur fyr­ir í EES-samn­ingi,“ segir hann meðal annars í langri Moggagrein í dag.

„Nú kall­ar Þor­steinn Páls­son, fv. for­sæt­is­ráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kúnst­ir utanríkisráðherrans „lofs­verðar blekk­ing­ar“ og bæt­ir við: „Hann á fullt lof skilið fyr­ir vikið.“ Svona breyt­ast viðhorf manna þegar þeir hafa tekið trúna. Ólíkt haf­ast þeir að nú, Þor­steinn og Jón Bald­vin.“

„Gáið að ykk­ur, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son og Lilja Al­freðsdótt­ir.“
Ljósmynd: Framsóknarflokkurinn.

Guðni kemur víðar við. Á einum stað segir hann: „Þeir munu líka hrinda þjóðar­eign­inni á Lands­virkj­un, henni verður skipt upp og hlut­ir henn­ar seld­ir.“

Og hann varar núverandi forystu Framsóknarflokksins við: „Nú skal málið keyrt áfram og spurn­ing­in er, hvað gera fram­sókn­ar­menn og vinstri græn­ir? Ganga þeir í humátt, hljóðir og prúðir, og vona að flokks­menn gleymi strax svona und­anslætti frá stefnu flokk­anna. Gáið að ykk­ur, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son og Lilja Al­freðsdótt­ir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: