- Advertisement -

„Lífskjarasamingurinn“ alvarleg mistök

Þetta hefur verið reynt nokkrum sinnum en aldrei tekist.

Guðmundur Gunnarsson skrifar:

„Samningamönnum, Starfsgreinasambands, Landsamb. verzlunarmanna, SA og svo maður tali nú ekki um samningamenn ríkisvaldsins urðu á alvarvarleg mistök við gerð og frágang hins svokallaða „Lífskjarasamnings“ og það getur vart verið um annað að kenna en reynsluleysi beggja aðila sem afgreiddu þann samning í Ráðherrabústaðnum

Og það í beinni útsendingu. Var það gert til þess að upphefja tiltekna einstaklinga úr verkalýðshreyfingunni og úr ríkisstjórninni? Eða var það gert til þess að ögra stórum hópum sem ekki fengu að komast að samningaborðinu, sem verður að teljast líklegra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er engin launung að sá samningur var góður fyrir þá sem undirrituðu samninginn. En það er ekki hægt að ætlast til þess að stórir hópar sem voru skildir eftir eins og iðnaðarmenn, kennarar, opinberir starfsmenn, háskólafólkið ofl ofl. sætti sigi við að einhverjir fari niður í Karphús og geri þar kjarasamning og sendi síðan frá sér yfirlýsingu um að þeir hafi ákveðið að taka samningsréttinn af öllum öðrum. Þetta hefur verið reynt nokkrum sinnum en aldrei tekist, enda klárt brot á vinnulöggjöfinni.

Kostulegur fingurbrjótur sem á eftir að draga á eftir sér alvarlegar og líklega hrútleiðinlegar afleiðingar.

Skrifin birtust fyrst á Facebooksíðu Guðmundar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: