- Advertisement -

Kristján Loftsson vanvirðir Fiskistofu – og kemst upp með það

Þrátt fyrir hortugheitin fékk Hvalur margra ára veiðileyfi.

Kristján Loftsson hirðir ekkert um að skila veiðidagbókum hvalbátanna. Þrátt fyrir að lögin segi að það beri honum að gera. Lögin eru svo meingölluð að ekki er hægt að refsa Kristjáni eða fyrirtæki hans fyrir hortugheitin.

Þess í stað fékk Kristján hvalveiðileyfi til ársins 2023. Þrátt fyrir að hann sendi Fiskistofu og íslenska ríkinu langt nef. Fréttablaðið segir frá þessu í dag.

„Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu í frétt Fréttablaðsins í dag.

Fréttablaðið segir að í veiðileyfi Hvals hf. sé sú krafa á fyrirtækið, að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. „Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins.“

Þrátt fyrir þetta virða Kristján og Hvalur Fiskistofu ekki svars.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: