- Advertisement -

Hvar voruð þið þá?

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar:

Hvar var „áhættumatsdeild fjármálaskrifstofu borgarinnar“ þegar húsnæðiskreppan gróf hér undan öllum möguleikum lágtekjufólks til að lifa við efnahagslegt öryggi, þegar að leigumarkaðurinn og húsnæðismarkaðurinn var afhentur fólki sem stendur nákvæmlega á sama um allt annað en að hámarka gróða? 

Hvar var áhættumatsdeild fjármálaskrifstofu borgarinnar þegar framúrkeyrsla á lúxus-framkvæmdum varð normið? 

Þú gætir haft áhuga á þessum


Hvar var áhættumatsdeild fjármálaskrifstofu borgarinnar þegar það var látið viðgangast að skera niður í allri þjónustu í kjölfar hrunsins, ma. þjónustu við börn með sérþarfir með öllum þeim fórnarkostnaði sem því augljóslega fylgir? 


Hvar var áhættumatsdeild fjármálaskrifstofu borgarinnar þegar pólitísk ákvörðun var tekin, þrátt fyrir endalausar yfirlýsingar stjórnmálafólks um það að kvenfrelsi væri það mikilvægasta af öllu, um að viðhalda grimmilegri launastefnu gagnvart kvenvinnuaflinu sem starfar við umönnun lifandi fólks, launastefnu sem grefur undan öllum möguleikum á því að lifa frjáls og standa á eigin fótum og geta alið önn fyrir sér og sínum? 


Hver metur áhættuna af því að grafa undan efnahagslegu og félagslegu réttlæti?

Vegna þess að ef það fær að gerast án þess að nokkur berjist gegn því, ef að við sættum okkur við stéttaskiptingu og misskiptingu og stöldrum aldrei við til að hugsa málin nema þegar að kapítalistar valda uppnámi og þá í þeim einum tilgangi að byrja enn eina ferðina að skera niður og refsa vinnuaflinu og borgurunum fyrir glæpi sem þau frömdu ekki þá munum við aldrei ná árangri í að skapa hér réttlátt samfélag fyrir allt fólk. 


En það er auðvitað að verða sífellt augljósara að það er sannarlega ekki löngum eða vilji allra að vinna markvisst í því að útbúa slíkt samfélag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: