- Advertisement -

Ná saman í andstöðu við þingflokk Sjálfstæðisflokksins og ráðherra

„Ut­an­rík­is­ráðherr­ann tók kan­ínu upp úr pípu­hatti sín­um og þing­menn­irn­ir trúðu ein­fald­lega eig­in aug­um.“

Í andstöðu sinni við ráðherra og þingflokk Sjálfstæðisflokksins grípur Davíð Oddssonar til fyrrum félaga síns, og annars fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, Þorsteins Pálssonar. Báðir eru formennirnir fyrrverandi í andstöðu við sinn gamla flokk. Þeir hafa annars ólíkar skoðanir á þriðja orkupakkanum.

Þorsteinn, sem er góður penni, skrifar greinar á vef Hringbrautar. Í nýjustu grein sinni skopast hann með stöðuna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það gleður Davíð.

Þrátt fyrir að Davíð nýti sér góð skrif Þorsteins gefur hann sterkt til kynna að hann er lítt hrifinn af forvera sínum á stóli formanns flokksins:

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Tveir fyrrum formenn flokksin sækja að honum. Hvor frá sinni hliðinni.

„Fyrr­ver­andi formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem tók óvænt að sér það hlut­verk að hotta á hjörðina sem hljóp úr Sjálf­stæðis­flokkn­um vegna blindr­ar ást­ar sinn­ar á ESB, skrif­ar at­hygl­is­verðan pist­il og fékk hýst­an á Hring­braut sem er sjón­varps­stöð. En þótt pist­ill­inn sé eft­ir­tekt­ar­verður er það óneit­an­lega sér­stætt að þessi mikli áhugamaður um að troða „orkupakk­an­um“ niður um kokið á Íslend­ing­um ger­ir stólpa­grín að ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins fyr­ir ótrú­leg­an mála­til­búnað hans.“

Næsta tilvitnun er í skrif Þorsteins og Davíð brúkar í leiðara dagsins:

„Al­mennt er rangt og ámæl­is­vert að beita blekk­ing­um. Í sum­um til­vik­um er það refsi­vert. En samt er það svo að blekk­ing­ar geta verið rétt­læt­an­leg­ar og jafn­vel lofs­verðar. Töframenn draga til að mynda kan­ín­ur upp úr pípu­hött­um sín­um öðrum til gleði og ánægju. En því er á þetta minnst að Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra þurfti að grípa til kúnst­ar af þessu tagi til þess að geta lagt þriðja orkupakk­ann fyr­ir Alþingi. Og satt best að segja á hann fullt lof skilið fyr­ir vikið.“

Meira af grein Þorsteins, sem í dag er meginstoð leiðara Davíðs:

„Ut­an­rík­is­ráðherr­ann tók kan­ínu upp úr pípu­hatti sín­um og þing­menn­irn­ir trúðu ein­fald­lega eig­in aug­um. Það er yf­ir­leitt óheiðarlegt að beita blekk­ing­um í póli­tík en í þessu til­viki var það gert með einkar sak­laus­um en um leið aðdá­un­ar­verðum og áhrifa­rík­um hætti. Og það voru rík­ir al­manna­hags­mun­ir í húfi. Þegar horft er á mála­vöxtu í þessu ljósi fer ekki á milli mála að ut­an­rík­is­ráðherra á lof skilið fyr­ir að hafa leyst málið. Engu breyt­ir þar um þó að það hafi verið gert með þess­um óvenju­lega hætti. Lofið er ef til vill frem­ur verðskuldað ein­mitt fyr­ir þá sök.“

Best að fara hefðinni og leyfa Davíð að eiga lokaorðið. Reyndar með kryddi frá Þorsteini:

„Formaður­inn fyrr­ver­andi held­ur áfram og nefn­ir að Morg­un­blaðið láti ekki segj­ast og tel­ur að það stafi af því að þar sé horft lengra fram í tím­ann. Síðar komi að því seg­ir hann, þegar búið sé að „fórna peði til að ná þriðja orkupakk­an­um fram“, að þá verði „ein­fald­lega færri kost­ir um varn­ir þegar kem­ur að þeirri stundu að aðild­ar­viðræðurn­ar fara aft­ur á dag­skrá. Það gæti þess vegna gerst inn­an þriggja ára.“

Þessi orð skýra hvers vegna Viðreisn og Sam­fylk­ing leggja slíka of­urá­herslu á að fá þriðja orkupakk­ann samþykkt­an. En hvað skýr­ir af­stöðu annarra flokka?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: