- Advertisement -

Eiga allt undir fiskinum og útgerðunum

Landfræðileg staða Vestmannaeyja hefur ýmsar hættur í för með sér, eftir því sem fram kemur í nýrri skýrslu Nordregio. Auk áskorana sem fylgja samgöngum til og frá Vestmannaeyjum, veðurlagi og eldgosum er mikil hætta fólgin í því hversu eyjarnar eru háðar útgerðarfyrirtækjunum og eigendum þeirra. Ekki eingöngu vegna valdsins sem eigendurnir hafa, eins og að selja kvóta eða flytja starfsemina sem setur Vestmannaeyjar í viðkvæma stöðu. Fleiri hættur steðja að sem eigendurnir ráða ekki, eða illa við eins og loftslagsbreytingar og alþjóðasamningar og refsiaðgerðir, eins og gegn Rússum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Þar til viðbótar er flöktandi gengi krónunnar sem getur komið sér bæði vel og illa fyrir sjávarútveginn.


Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf siglt lygnan sjó hafa Eyjamenn og konur sýnt þrautseigju.

Vestmannaeyjar voru eitt af fimm sveitarfélögum á Norðurlöndunum sem tekin voru fyrir í rannsókninni.  Vestmannaeyjar þóttu merkilegt viðfangsefni fyrir þær sakir að hafa sigrast bæði á skyndilegu áfalli þegar gaus í Heimaey árið 1973 og svo vegna hægfara hnignunar sem fylgdi hagræðingu og samþjöppun í sjávarútvegi á tíunda áratugnum. Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf siglt lygnan sjó hafa Eyjamenn og konur sýnt þrautseigju og seiglu í áranna rás þar sem svokallaður Eyjaandi og sterkt samfélag hefur átt mikilvægan þátt í koma samfélaginu aftur á réttan kjöl.

Rannsóknin sýnir að oft eru sveitarfélög og svæði lítið undirbúin fyrir aðsteðjandi hættum, heldur hefur verið brugðist við áföllunum þegar þau gerast. Tekið er fram að mikilvægt sé fyrir Vestmannaeyjar og fleiri staði, eins og í Norrbotten í norður Svíþjóð að skapa fjölbreyttari atvinnu- og tekjumöguleika til að lágmarka skaðann þegar og ef annað áfall verður.

Hér má lesa skýrsluna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: