- Advertisement -

Íslenskar lambakótelettur eru ódýrari á Kanarí en í Krónunni

Bjarni Óskarsson, veitingamaður og berjabóndi með meiru ber saman verð á íslenskum lambakótelettum hér og á Kanaríeyjum. Hann skrifaði þetta á Facebook:

„Smá verðkönnun, við vorum á Kanarí og gátum verslað þar íslenskar mjög þunnt skornar lambakótelettur, sem þýðir meiri rýrnun en þessar þykku sem við erum vön. Á Kanarí kosta þær innan við 2.000 krónur en í Krónunni hérna heima 2.698. Hvaða rugl er þetta? Ég veit að þetta er ekki okkar frábæru bændum að kenna, hvaða skekkja er þetta? Búðin eða afurðarstöðvarnar?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: