Strákana dreymir um meira en atvinnumennsku
Þær sýndu mikinn áhuga, Inga María, Kristborg og Konný.
Goðsögnin Eiður Smári Guðhjonsen er aðstoðarþjálfari U-21 landsliðsins. Hann var í sínum fyrsta leik í því hlutverki þegar íslenska liðið gerði eitt eitt jafntefli við tékkneska liðið í Pinatar á Spáni í dag.
En hvernig var að standa á hliðarlínunni sem þjálfari?
„Það var gaman. En eftir því sem á leikinn leið tók ég meiri þátt í leiknum, það er í huganum. Gaf sendingar og tók á móti boltanum,“ sagði hann brosandi.
Eiður Smári segist himinlifandi með leikmenn íslenska liðsins. „Við höfðum örfáa daga til að vinna í því sem þarf að gera. Við lögðum áherslu á vörnina. Þar byrjum við og nú þarf að bæta fleiri þáttum við. Þetta er skemmtilegt og ekki síst vegna þess hversu móttækilegir strákarnir eru.“
Eiður Smári sagði að auk þeirra leikmanna sem eru í hópnum núna séu álíka margir ámóta að getu, sem eru ekki með að þessu sinni.
„Okkar Arnars Þórs á að bíða erfiðasta hlutverkið í liðinu. Það er að velja úr þeim mörgu leikmönnum sem eiga tilkall til þess að vera í liðinu. Það er erfitt hlutverk en skemmtilegt.“
En hvað skýrir að svo margir leikmenn séu í hæsta gæðaflokki?
„Það er ýmislegt. Áhuginn er mikill á Íslandi.“
Hvers vegna?
„A-landsliðið vegur þar þyngst. Strákana í liðinu í dreymir ekki bara um að verða atvinnumenn. Þeir vilja meira. Þeir vilja komast á stórmót sem leikmenn landsliðs Íslands. Aðstaðan heima er mjög góð og svo eru það fyrirmyndirnar. Leikmenn sem hafa náð langt.“
Þú ert þar á meðal.
„Já, ég er einn þeirra. Allt hjálpast þetta að. Áhuginn hefur mikið að segja.“
Hvað með framhaldið?
„Það gefur okkur góðar vonir um að vel muni ganga. Ég er ánægður með liðið og hversu vel strákarnir stóðu sig og hversu viljugir þeir eru til að gera meira og betur,“ sagði Eiður Smári Guðhjonsen.