- Advertisement -

Sanngjörn úrslit í frumrauninni

Þeir hófu hinn fína leik gegn Tékkum.

Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðhjonsen voru sammála að úrslit í þeirra fyrsta leik með U-21 landslið Íslands hafi verið sanngjörn. Liðið atti kappi við lið Tékklands í Pinatar á Spáni í dag.

Hvort lið skoraði eitt mark. Ísland komst yfir um miðja síðari hálfleik þegar Alex Hauksson skoraði með langskoti. Hann var nokkuð fyrir utan vítateig þegar hann fékk boltann og skaut góðu skot í hægra horn tékkneska marksins.

Skömmu áður hafði Martin Jedlicka, markvörður Tékka, varið vel vandaðan skalla frá Sveini Aroni Guðhjonsen.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Arnar Þór Viðarsson svarar blaðamanni Miðjunnar að leik loknum. Mynd: Sigurður Jónsson.

Tékkarnir jöfnuðu þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Það var eftir hornspyrnu þegar íslensku vörninni, sem annars spilaði mjög vel, tókst ekki að hreinsa boltann nógu langt frá markinu. Óheppni þar.

Heilt yfir var þetta leikur hinnar miklu baráttu. Vörn íslenska liðsins var góð og gaf fá færi á sér.

„Það var það fyrsta sem við lögum áherslu á,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, eftir frumraun sína sem þjálfari U-21 landsliðsins. „Það er auðveldast að vinna í vörninni,“ sagði hann og benti á að liðið hafi aðeins verið saman í þrjá daga. Hann sagði tékkneska liðið hafa verið saman í þrjú eða fjögur ár og með sama þjálfara allan þann tíma.

„Ég er mjög ánægður. Strákarnir sýndu góðan leik og baráttu. Ég er bjartsýnn með framhaldið,“ sagði Arnar Þór.

Ef á að velja einn leikmann öðrum fremur er það markmaðurinn Patrik Sigurðsson.

Leikið var á fínum velli, Pinatar Arena. Sex íslenskir áhorfendur voru á leiknum.

Hér má sjá fimm þeirra Íslendinga sem studdu liðið. Frá vinstri: Sigurður Jónsson. Bolli Kristinsson, Konný Hákonardóttir, Kristborg Hákonardóttir og Inga María Valdimarsdóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: