- Advertisement -

L&B: Einþáttungur frá Alþingi

Það er ekki endalaust hægt að bæta í ríkisútgjöldin.

Logi: „Erum við ekki einmitt að festast í spennitreyju fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar? Væri ekki skynsamlegra að afla tekna og verja velferðina í stað þess að þrengja sífellt að sveitarfélögunum og skerða þjónustu? (Forseti hringir.) Myndi það ekki skapa meiri stöðugleika?“

Bjarni: „Þarna er Samfylkingin lík sjálfri sér. Af hverju hækkum við ekki skatta? Við verðum að fara að hækka skatta. Við verðum að hækka skatta — það er innlegg Samfylkingarinnar í efnahagsmál dagsins í dag. Við erum reyndar með upplegg um að lækka skatta og ef eitthvað er koma þau skilaboð frá vinnumarkaðnum að lækka mætti skatta meira.

Það stendur í raun og veru ekki steinn yfir steini í málflutningi háttvirts þingmanns og sagan fer dálítið illa með stóru orðin frá því fyrir ári síðan um fjármálaáætlun.“

Ég spyr aftur: Finnst ráðherra við vera komin í þá spennitreyju sem fjármálaráð varaði við? Telur hann að hér sé stöðugleiki í landinu? Hann er þá líklega sá eini sem álítur það.“

Logi: „Síðasta fjármálaáætlun var gagnrýnd harðlega af fjölmörgum hagsmunaaðilum sem töldu að forsendurnar myndu ekki standast og markmiðum um stöðugleika yrði ekki náð. Forsendurnar byggðust á 13 ára samfelldu hagvaxtarskeiði, krónan yrði stöðug í fimm ár og þá var gert ráð fyrir talsvert mikilli ró á vinnumarkaði. Finnst hæstv. ráðherra eitthvað af þessu hafa gengið eftir? Þingmenn Samfylkingarinnar m.a. gagnrýndu þetta og bentu á að niðurskurðarhnífurinn yrði býsna fljótur á loft við þessar aðstæður ef forsendur brygðust.

Ég spyr aftur: Finnst ráðherra við vera komin í þá spennitreyju sem fjármálaráð varaði við? Telur hann að hér sé stöðugleiki í landinu? Hann er þá líklega sá eini sem álítur það.“

Bjarni: „Ég verð að segja að ég átta mig ekki alveg á því hvort Samfylkingin vill hækka eða lækka skatta. Nú var sagt að það ætti að lækka skatta en tillögur Samfylkingarinnar fyrir fjármálaáætlun fyrir ári síðan fjölluðu um skattahækkun upp á u.þ.b. 25–35 milljarða. Það voru viðbótarskattar til að eyða meira. Ég segi bara: Það er ekki endalaust hægt að bæta í ríkisútgjöldin.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: