- Advertisement -

Plebbaskapur á Alþingi

Er ekki hrifinn af að löggan komi fyrir þingnefnd.

Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki orðar hugsanir sínar svona:

Virðist engin takmörk vera fyrir plebbaskap einstakra þingmanna. Pírati með aðstoð fulltrúa Samfylkingarinnar og Viðreisnar krafðist þess að lögregla kæmi fyrir þingnefnd til að svara fyrir aðgerðir hennar í tengslum við mótmæli fámenns hóps á Austurvelli. Benda má þessum þingmönnum á að sérstök nefnd var sett á laggirnar 2017 til að fara yfir kvartanir og aðfinnslur um störf og starfshætti lögreglunnar.

Sumir þingmenn halda að það sé hlutverk þeirra að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Þingmenn sem geta ekki einu sinni haft sæmilegt eftirlit með sjálfum sér hafa ekkert með slík eftirlitsstörf að gera.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: